„Tíminn læknar ekki öll sár“

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. AFP

„Tím­inn lækn­ar ekki öll sár,“ sagði Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, í til­finn­ingaþrung­inni ræðu í miðbæ Osló­ar í morg­un í til­efni þess að fimm ár eru í dag frá fjölda­morðunum í Osló og Útey.

Fjöldi fólks var kom­inn sam­an til að hlýða á Sol­berg fyr­ir fram­an stjórn­ar­ráðsbygg­ing­una þar sem And­ers Behring Brei­vik sprengdi sprengj­ur 22. júlí 2011 með þeim af­leiðing­um að átta manns létu lífið.

Frétt mbl.is: Norsk gildi höfðu sig­ur

Í kjöl­farið hélt hann út í Útey, dul­bú­inn sem lög­reglumaður, og hóf þra skot­hríð með þeim af­leiðing­um að 69 manns féllu. Ungliðahreyf­ing norska Verka­manna­flokks­ins var þar við sum­ar­dvöl.

Mark­mið Brei­viks með voðaverk­un­um var að út­rýma kyn­slóð framtíðar­stjórn­mála­manna sem stuðla myndu að frek­ari fram­gangi jafnaðar­stefnu og fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lags í Nor­egi.

Minn­ing­ar­at­hafn­ir fara fram víða í Nor­egi í dag. Erna Sol­berg, Mette-Ma­rit krón­prins­essa og Há­kon krón­prins lögðu í morg­un í sam­ein­ingu blóm­kr­ans við stjórn­ar­ráðsbygg­ing­ar í miðborg Osló­ar til minn­ing­ar um fórn­ar­lömb­in.

Einnig fer fram guðsþjón­usta í dóm­kirkj­unni í Osló fyr­ir há­degi í dag.

Erna Solberg, Mette-Marit krónprinsessa og Hákon krónprins, lögði í sameiningu …
Erna Sol­berg, Mette-Ma­rit krón­prins­essa og Há­kon krón­prins, lögði í sam­ein­ingu blóm­kr­ans við stjórn­ar­ráðsbygg­ing­ar í miðborg Osló­ar í morg­un til minn­ing­ar um fórn­ar­lömb­in. AFP

Einn myrk­asti dag­ur í sögu Nor­egs

Sol­berg sagði í morg­un að um­merki voðaverk­anna væru enn sýni­leg og áþreif­an­leg, þótt fimm ár væru liðin frá þeim.

„Það eru fimm ár síðan 77 manns voru myrt­ir. Það eru fimm ár síðan þessi sum­ar­dag­ur varð einn myrk­asti dag­ur í sögu Nor­egs.“

„Þeir sem létu lífið verða alltaf þar. Tím­inn lækn­ar ekki öll sár,“ bætti hún við.

 Hún sagði að fimm ár liðu hratt í huga lít­illa barna sem eru að al­ast upp, „en fyr­ir þá sem hafa misst ein­hvern, þá eru fimm ár ekk­ert.“

Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, og Mani Hussaini, leiðtogi ungliðahreyfingar …
Jens Stolten­berg, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, og Mani Hussaini, leiðtogi ungliðahreyf­ing­ar Verka­manna­flokks­ins. AFP

Þeir tala sama tungu­málið

Hún tók dæmi um nokkra staði í heim­in­um þar sem hryðju­verka­árás­ir hafa átt sér stað á und­an­förnu ári og ræddi meðal ann­ars um voðaverk­in í Nice í síðustu viku.

„Við hugs­um einnig til þeirra sem hafa orðið fyr­ir áhrif­um vegna árás­ar­inn­ar og fleiri árása. Hug­mynda­fræði hryðju­verka­mann­anna kann að vera ólík, en þeir tala sama tungu­málið. Vopn og of­beldi eru helstu verk­færi þeirra.“

Hún sagði að aðeins væri hægt að sigr­ast á hryðju­verk­um með því að bjóða betri heim. Við ætt­um að leggja áherslu á það sem sam­einaði okk­ur, vegna þess að hryðju­verka­menn­irn­ir vildu sundra okk­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert