Segir fríverslunarviðræður hafa mistekist

Ekki er samstaða um TTIP í Evrópu og lítið hefur …
Ekki er samstaða um TTIP í Evrópu og lítið hefur miðað við samningaborðið. AFP

Fríversl­un­ar­samn­ing­ur á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna er far­inn út um þúfur þó að eng­inn vilji enn viður­kenna það, seg­ir Sig­mar Gabriel, efna­hags­málaráðherra Þýska­lands. Eng­inn ár­ang­ur hef­ur náðst í viðræðunum um TTIP-sam­komu­lagið sem hef­ur verið afar um­deilt á meðal al­menn­ings.

Stjórn­völd í Washingt­on og í Brus­sel hafa viljað ljúka samn­ing­um fyr­ir árs­lok. Gabriel bend­ir hins veg­ar á að á fjór­tán samn­inga­fund­um hafi samn­ingsaðilar ekki kom­ist að niður­stöðu um einn kafla af þeim 27 sem eiga að vera í samn­ingn­um.

„Að mínu mati hafa samn­ingaviðræðurn­ar við Banda­rík­in í raun mis­heppn­ast jafn­vel þó að eng­inn viður­kenni það raun­veru­lega,“ seg­ir Gabriel að því er AP-frétta­stof­an grein­ir frá.

Ráðherr­ann held­ur því fram að stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um séu reið yfir samn­ingi sem ESB gerði við Kan­ada um fríversl­un því í þeim samn­ingi séu atriði sem þau vilji ekki sjá í TTIP.

Talsmaður fram­kvæmda­stjórn­ar ESB sagði í dag að hún hefði ekk­ert um stöðu viðræðnanna að segja að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert