Fullyrt að viðræðurnar séu í fullum gangi

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins lýsti því yfir í dag að fríversl­un­ar­viðræður sam­bands­ins við Banda­rík­in væru á góðu róli. Hafnaði hún þeim um­mæl­um Sig­mars Gabriel, varak­ansl­ara Þýska­lands, að viðræðurn­ar hefðu í raun mis­heppn­ast þrátt fyr­ir að eng­inn vildi viður­kenna það. Gabriel sagði fyr­ir helgi að þannig væri ekki fyr­ir hendi sam­komu­lag um neinn af þeim 27 köfl­um sem gert væri ráð fyr­ir að yrðu í fyr­ir­huguðum samn­ingi.

Haft er eft­ir tals­manni fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, Marga­rit­is Schinas, í frétt AFP að viðræðurn­ar séu í gangi og ár­ang­ur hafi náðst í þeim. Fram und­an séu vissu­lega áskor­an­ir en ef allt gangi að ósk­um eigi að vera hægt að klára viðræðurn­ar í lok þessa árs. Viðræður um mögu­leg­an fríversl­un­ar­samn­ing hóf­ust árið 2013 en von­ast er til þess að hægt verði að ljúka viðræðunum áður en nýr Banda­ríkja­for­seti tek­ur við eft­ir ára­mót­in.

Frétt mbl.is: Seg­ir fríversl­un­ar­viðræður hafa mistek­ist

Viðræðurn­ar hafa mætt vax­andi and­stöðu. Bæði á meðal al­menn­ings og stjórn­mála­manna í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu­sam­band­inu. Gabriel sagði í sam­tali við þýska sjón­varps­stöð í gær að ekk­ert væri í raun að ger­ast í viðræðunum. Fleiri evr­ópsk­ir stjórn­mála­menn hafa talað á svipuðum nót­um á und­an­förn­um mánuðum. Þar á meðal Manu­el Valls, for­sæt­is­ráðherra Frakk­lands, sem sagði fyr­ir­hugaðan samn­ing ekki þjóna hags­mun­um Frakka.

Schinas sagði hins veg­ar að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins myndi ekki samþykkja fríversl­un­ar­samn­ing við Banda­rík­in sama hvað hann kostaði. Þrátt fyr­ir að vera hlynnt slík­um samn­ingi við Banda­ríkja­menn. Haft er eft­ir Jean-Clau­de Juncker í frétt AFP að hann hafi fengið end­ur­nýjað umboð til þess að halda fríversl­un­ar­viðræðunum áfram á fundi leiðtogaráðs sam­bands­ins í júlí. Hann hafi ekki orðið var við skort á stuðningi þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert