Herferð fyrir náðun Snowden

Edward Snowden býr nú í Moskvu.
Edward Snowden býr nú í Moskvu. AFP

Upp­ljóstr­ar­inn Edw­ard Snowd­en og stuðnings­menn hans hafa hafið her­ferð þar sem óskað er eft­ir því að for­seti Banda­ríkj­anna, Barack Obama, náði Snowd­en vegna njósna þegar hann upp­lýsti um  um­fangs­mikið ra­f­rænt eft­ir­lit stjórn­valda í Banda­ríkj­un­um og víðar. Síðan þá hef­ur Snowd­en verið í út­legð, lengst af í Rússlandi. Seg­ir Snowd­en að þegar fólk horfi á upp­ljóstrun hans í heild megi sjá að hún hafi verið já­kvæð og skilað ár­angri í op­in­berri stefnu­mót­un.

Ef Snowd­en snýr aft­ur bíða hans lokuð rétt­ar­höld og ákæra í þrem­ur liðum og gæti hann verið dæmd­ur í 30 ára fang­elsi. Hann hef­ur þó gefið út að hann vilji snúa til baka og hef­ur meðal ann­ars sagt að verði rétt­ar­höld­in opin muni hann koma til Banda­ríkj­anna.

Áður hef­ur verið reynt að fá Snowd­en náðaðan, en í fyrra söfnuðust 167 þúsund und­ir­skrift­ir á bænar­skjal þar sem óskað var eft­ir að hann fengi sak­ar­upp­gjöf. Hvíta húsið þarf að svara svo fjöl­menn­um und­ir­skrifta­söfn­un­um form­lega og var svarið ein­falt nei.

Í viðtali sem hann veitti Guar­di­an seg­ir Snowd­en að það sé rétt að lög­in séu skýr um ákveðna hluti, en að ástæða þess að for­set­inn geti náðað fólk sé mögu­lega sú að það séu und­an­tekn­ing­ar. Það sé fyr­ir þau til­felli þar sem lög­in virðist órétt­lát og aðgerðir siðferðilega rétt­ar í heild­ar sam­heng­inu.

Seg­ist Snowd­en viss um að þegar fólk muni vega og meta heild­aráhrif þess að hann birti gögn­in á sín­um tíma kom­ist það að því að aðgerðir hans hafi verið til góðs. Bæði þingið, dóm­stól­ar og for­set­inn hafi all­ir breytt stefnu sinni í mál­efn­um um per­sónu­frelsi. Á sama tíma séu eng­in gögn sem sýni fram á að neinn hafi orðið fyr­ir skaða af birt­ingu gagn­anna.

Þrátt fyr­ir að Obama hafi und­an­farið verið rausn­ar­leg­ur þegar kem­ur að náðunum verður að telj­ast mjög ólík­legt að hann náði Snowd­en nú á síðustu mánuðum for­setatíðar sinn­ar. Þá þykir enn ólík­legra að slíkt verði gert hvort sem Don­ald Trump eða Hillary Cl­int­on verði næsti for­seti Banda­ríkj­anna.

Her­ferð Snowd­en gæti fengið byr und­ir báða vængi í vik­unni, en á föstu­dag­inn verður kvik­mynd leik­stjór­ans Oli­ver Stone um upp­ljóstr­ar­ann frum­sýnd. Mun hann meðal ann­ars ræða við for­sýn­ing­ar­gesti á sér­stakri sýn­ingu með Stone á miðviku­dag­inn.

Um­fjöll­un Guar­di­an um málið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert