Geta ekki tryggt að Snowden verði ekki framseldur frá Noregi

Snowden dvelur í Moskvu en hefur haldið fyrirlestra út um …
Snowden dvelur í Moskvu en hefur haldið fyrirlestra út um allan heim í gegnum fjarfundarbúnað. AFP

Norsk­ur áfrýj­un­ar­dóm­stóll hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að ekki sé hægt að veita Edw­ard Snowd­en trygg­ingu þess efn­is að hann verði ekki fram­seld­ur til Banda­ríkj­anna ef hann ferðast til Nor­egs til að taka á móti verðlaun­um.

Dóm­stóll­in sagði ómögu­legt að fjalla um málið fyr­ir­fram, þ.e. áður en Snowd­en kem­ur til lands­ins og á meðan eng­in framsals­beiðni ligg­ur fyr­ir frá banda­rísk­um stjórn­völd­um.

Í Banda­ríkj­un­um á Snowd­en yfir höfði sér ákær­ur sem gætu orðið til þess að hann þarf að afplána ára­tuga­lang­an fang­els­is­dóm.

Frétt mbl.is: Stjórn­ar­andstaðan já­kvæðari í garð Snowd­en

Snowd­en fór með málið fyr­ir dóm­stóla eft­ir að norksa dóms­málaráðuneytið úr­sk­urðaði að ekki væri hægt að tryggja að Snowd­en yrði ekki fram­seld­ur þegar framsals­beiðni lægi ekki fyr­ir.

Norska deild PEN Club hef­ur boðið upp­ljóstr­ar­an­um til Oslo 18. nóv­em­ber nk. til að veita Ossietzky-verðlaun­un­um viðtöku, en þau eru veitt þeim sem þykja hafa lagt mikið í söl­urn­ar í þágu tján­ing­ar­frels­is­ins.

PEN Club hef­ur sagt að mál­inu verði áfrýjað til hæsta­rétt­ar.

Nor­eg­ur er eitt þeirra landa þar sem Snowd­en sótti um hæli eft­ir að hann flúði Banda­rík­in en stjórn­völd sögðu um­sókn­ina ekki gilda þar sem Snowd­en var ekki stadd­ur í land­inu þegar hún barst.

Snowd­en, sem er ým­ist álit­in hetja eða skúrk­ur, vann til annarra norskra verðlauna árið 2015 en gat ekki verið viðstadd­ur af ótta við framsal.

Hann hef­ur verið til­nefnd­ur til Nó­bels­verðlauna, þriðja árið í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert