Staðsetja flaugina sem grandaði MH17

Formaður hollensku flugslysanefndarinar, Tjibbe Joustra, kynnir niðurstöður nefndarinnar. Hann stendur …
Formaður hollensku flugslysanefndarinar, Tjibbe Joustra, kynnir niðurstöður nefndarinnar. Hann stendur framan við leyfar stjórnklefa farþegavélarinnar. EMMANUEL DUNAND

Bú­ist er við að hol­lensk nefnd sem hef­ur unnið að rann­sókn á því þegar  farþegaþota flug­fé­lags­ins Malaysia Air­lines, MH17, var skot­in niður yfir Úkraínu 2014, birti niður­stöður sín­ar í dag.

Þotan var skot­in niður fyr­ir tveim­ur árum, 17. júlí 2014 í loft­helgi Úkraínu og fór­ust all­ir þeir 298 sem um borð voru.

Fyrri rann­sókn, sem unn­in var af hol­lensku flug­slysa­nefnd­inni, sagði vél­ina hafa verið skotna niður af svo­nefndu Buk flug­skeyti, sem fram­leitt er í Rússlandi. Ekki var hins veg­ar tek­inn afstaða til þess hver hefði skotið flug­skeyt­inu, sem talið er hafa verið skotið upp frá svæði sem var und­ir stjórn upp­reisn­ar­manna. Rúss­ar hafa þó ávallt neitað aðild að mál­inu.

Sak­sókn­ar­ar frá Ástr­al­íu, Belg­íu, Malas­íu og Úkraínu taka þátt í rann­sókn hol­lensku nefnd­ar­inn­ar, sem tal­inn er geta leitt til ákæru.

Heim­ildamaður frétta­vefjar BBC inn­an nefnd­ar­inn­ar, seg­ir niður­stöðurn­ar sem birt­ar verða í dag draga fram ná­kvæma staðsetn­ingu á því  hvar flaug­inni var skotið upp, auk þess sem kennsl verði bor­inn á vopnið sem sem var notað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert