Herforingi Bræðralags múslíma drepinn

MAHMOUD KHALED

Hátt­sett­ur liðsmaður Bræðralags mús­líma í Egyptalandi var skot­inn til bana af stjórn­völd­um í land­inu í gær. 

Í til­kynn­ingu frá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu kem­ur fram að Mohamed Kamal hafi lát­ist í byssu­bar­daga ásamt öðrum liðsmanni bræðralags­ins við her­menn.

Ráðuneytið seg­ir að kamal hafi stýrt hernaðar­armi Bræðralags mús­líma þrátt fyr­ir að sam­tök­in haldi því fram að þau séu friðarbanda­lag. Kamal hafði verið dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi en hann var ekki viðstadd­ur dóms­upp­kvaðning­una.

BBC hef­ur eft­ir Bræðralagi mús­líma að Kamal hafi horfið í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert