Hafna beiðni Snowden um framsalsvernd

Bandarískri uppljóstrarinn Edward Snowden. Hæstiréttur Noregs hafnaði beiðni hans um …
Bandarískri uppljóstrarinn Edward Snowden. Hæstiréttur Noregs hafnaði beiðni hans um vernd gegn framsali við heimsókn til Noregs. AFP

Hæstirétt­ur Nor­egs hafnaði í dag beiðni land­flótta upp­ljóstr­ar­ans Edw­ard Snowd­en um að hann gæti heim­sótt Nor­eg án þess að eiga á hættu að vera fram­seld­ur til Banda­ríkj­anna. Frá þessu er greint á frétta­vef BBC.

Snowd­en höfðaði mál í apríl til að reyna að tryggja að hann gæti tekið á móti mál­frelsis­verðlaun­um í Nor­egi, án þess að eiga það á hættu að verða fram­seld­ur. Héraðsdóm­ur Osló­ar hafði þegar hafnað beiðninni, sem og norsk­ur áfrýj­un­ar­dóm­stóll.

Norsk deild PEN Club sam­tak­anna hafði boðið Snowd­en til Osló­ar til að veita Ossietzky-verðlaun­un­um viðtöku, en þau eru veitt þeim sem þykja hafa lagt mikið í söl­urn­ar í þágu tján­ing­ar­frels­is­ins.

Snowd­en var grein­andi hjá banda­rísku þjóðarör­ygg­is­stofn­un­inni (NSA) er hann ljóstraði upp um ýmis leynigögn banda­rískra stofn­ana. Þar í landi á hann  yfir höfði sér ákær­ur sem gætu orðið til þess að hann þarf að afplána allt að 30 ára fang­els­is­dóm.

Lög­fræðing­ar Snowd­en, sem hef­ur dvalið í Rússlandi frá 2013, segja það gefið mál að hann verði fund­inn sek­ur og dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar verði hann fram­seld­ur til Banda­ríkj­anna.

Hæstirétt­ur Nor­egs sagði að dóm­stóll­inn gæti ekki úr­sk­urðað um laga­leg­an rétt beiðni banda­rískra stjórn­valda til að fá Snowd­en fram­seld­an, þar sem eng­inn slík beiðni hefði enn verið lögð fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert