Fífl sem ekki vilja vingast við Rússa

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

„Þegar ég er orðinn forseti munu Rússar bera miklu meiri virðingu fyrir okkur en þeir gera núna og bæði löndin munu hugsanlega vinna saman að því að leysa sum af mörgum stórum og mikilvægum vandamálum heimsins.“

Þetta sagði Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, á Twitter-síðu sinni í dag. Þar gagnrýndi hann þá sem ekki vildu bætt samskipti við Rússland og sagði að einungis heimskt fólk gæti verið þeirrar skoðunar að það væri slæmt.

„Bætt samskipti við Rússland er gott mál. Einungis heimskt fólk eða fífl geta talið það slæmt,“ sagði forsetinn verðandi. Trump hefur lengi kallað eftir betri samskiptum á milli Bandaríkjanna og Rússlands og talað vel um Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Bandarískar leyniþjónustur telja að Rússar hafi beitt sér í kosningabaráttunni í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna í nóvember til þess að tryggja kjör Trumps. Það hafi Rússar gert með því að stela tölvugögnum Demókrataflokksins, pólitískra andstæðinga hans, og lekið þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert