Miskunn fráfarandi forseta

Chelsea Manning.
Chelsea Manning. AFP

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti mildaði í gær dóm upp­ljóstr­ar­ans Chel­sea Mann­ing, sem var dæmd í 35 ára fang­elsi árið 2013 fyr­ir að af­henda Wiki­leaks trúnaðargögn í eigu banda­ríska rík­is­ins. Í einu af sín­um síðustu embættis­verk­um náðaði Obama 64 og stytti dóma 209, þeirra á meðal hinn­ar 29 ára Mann­ing, sem var dæmd fyr­ir njósn­ir en verður að lík­ind­um lát­in laus í maí næst­kom­andi.

Mann­ing var dæmd í ág­úst 2013 eft­ir að hafa viður­kennt að hafa lekið 700.000 viðkvæm­um hernaðarskjöl­um og diplóma­tísk­um gögn­um. Í þeim var m.a. að finna upp­lýs­ing­ar um stríðsrekst­ur Banda­ríkja­manna í Írak og Af­gan­ist­an, og sam­skipti starfs­manna banda­rísku sendi­ráðanna, sem inni­héldu m.a. ber­ort mat á er­lend­um þjóðarleiðtog­um og viðburðum.

Það var her­dóm­stóll sem dæmdi í máli Mann­ing og síðan hef­ur henni verið haldið í fang­elsi sem ein­göngu hýs­ir karlfanga. Þar hef­ur hún nokkr­um sinn­um sætt ein­angr­un­ar­vist­un og hef­ur tvisvar gert til­raun til að svipta sig lífi. Aðgerðasinn­ar og stuðnings­menn Mann­ing hafa sagt dóm henn­ar yf­ir­drif­inn og m.a. vísað til sál­fræðilegr­ar viðkvæmni henn­ar.

Chelsea, hét Bradley Manning, þegar hún var handtekin. Stuðningsmenn hennar …
Chel­sea, hét Bra­dley Mann­ing, þegar hún var hand­tek­in. Stuðnings­menn henn­ar segja hana hafa sýnt ótrú­legt hug­rekki með því að hefja leiðrétt­ing­ar­ferlið á bakvið lás og slá. Vist­in hef­ur hins veg­ar reynst henni erfið, enda er henni haldið í fang­elsi þar sem hún er eina kon­an. AFP

„Þessi ákvörðun gæti bók­staf­lega bjargað lífi Chel­sea,“ sagði Chase Strangio hjá American Civil Li­berties Uni­on eft­ir að til­kynnt var um ákvörðun for­set­ans, sem þykir kom á óvart, ekki síst í ljósi mik­ill­ar umræðu um net­glæpi í ný­af­stöðnum for­seta­kosn­ing­um. Hef­ur Obama gripið til refsiaðgerða gegn Rúss­um vegna inn­brots þeirra í tölvu­póst­kerfi Demó­krata­flokks­ins en Wiki­leaks birti hluta þeirra gagna sem var stolið.

„Sig­ur“

Hvíta húsið hafði í aðdrag­anda ákvörðunar Obama neitað að tjá sig um mögu­lega refsistytt­ingu eða náðun. En talsmaður­inn Josh Ear­nest freistaði þess að gera grein­ar­mun á Mann­ing, sem fór í gegn­um dóms­kerfið og játaði sekt sína, og Edw­ard Snowd­en. Snowd­en, sem starfaði sem verktaki fyr­ir NSA, flúði til Hong Kong og síðar Rúss­lands árið 2013, eft­ir að hafa af­hent blaðamönn­um trúnaðargögn og -upp­lýs­ing­ar um eft­ir­lits­getu banda­ríska rík­is­ins og banda­manna.

Snowd­en var ekki á lista Obama en tísti þökk­um vegna ákvörðun­ar­inn­ar varðandi Mann­ing. Hann hef­ur dvalið í Rússlandi frá því að fjöl­miðlar um all­an heim birtu frétt­ir byggðar á gögn­un­um sem hann af­henti blaðamönn­um. Dval­ar­leyfið hans renn­ur út á þessu ári en rúss­nesk stjórn­völd til­kynntu í dag að hann mætti dvelja tvö ár í viðbót.

Wiki­leaks lýsti yfir „sigri“ og þakkaði þeim sem börðust fyr­ir málstað Mann­ing.

Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­leaks, sem hef­ur dvalið í sendi­ráði Ekvador í Lund­ún­um frá 2012 til að forðast framsal frá Svíþjóð til Banda­ríkj­anna, hét því í tísti í síðustu viku að samþykkja framsal ef Obama sýndi Mann­ing mis­kunn. Assange hef­ur síðan fagnað ákvörðun for­set­ans en ekki gefið upp hvort hann hyggst standa við orð sín. Einn lög­manna hans, Melinda Tayl­or, sagði hins veg­ar við Associa­ted Press að hann myndi ekki fara á bak orða sinna.

Þá birt­ist eft­ir­far­andi tíst á Twitter-aðgangi Wiki­leaks:

Þess ber að geta að tals­menn Hvíta húss­ins hafa neitað því að nokk­ur tengsl séu á milli fyr­ir­heits Assange um að gefa sig fram og ákvörðunar Obama um að milda dóm Mann­ing.

Fleiri hafa tekið fregn­un­um fagn­andi.


Bak­slag

Re­públi­kan­ar eru marg­ir hverj­ir yfir sig hneykslaðir á ákvörðun Obama um mis­kunn til handa Mann­ing. „Þetta er ein­fald­lega hneyksli,“ sagði Paul Ryan, for­seti neðri deild­ar banda­ríska þings­ins. „Svik Chel­sea Mann­ing stofnuðu banda­rísk­um líf­um í hættu og upp­ljóstruðu um sum af viðkvæm­ustu leynd­ar­mál­um þjóðar­inn­ar. Obama skil­ur eft­ir sig hættu­legt for­dæmi; að þeir sem setja þjóðarör­yggi okk­ar í hættu verða ekki látn­ir sæta ábyrgð fyr­ir glæpi sína.“

Öld­unga­deild­arþingmaður­inn Tom Cott­on, sem er tal­inn mögu­legt leiðtoga­efni flokks­ins, var reiður og sagði ekki rétt að gera svik­ara að píslar­votti. „Ég skil ekki af hverju for­set­inn hef­ur sér­staka samúð með ein­hverj­um sem stofnaði líf­um her­manna okk­ar, diplómata, leyniþjón­ustu­full­trúa og banda­manna í hættu.“

Re­públi­kan­ar hafa risið upp á aft­ur­fæt­urna vegna meintra net­inn­brota Rússa, sem mögu­lega hjálpuðu for­seta­efni þeirra að sigra Hvíta húsið.

Meðal annarra sem nutu mis­kunn­ar for­set­ans að þessu sinni voru Oscar Lopez-Ri­vera, þjóðern­is­sinni frá Pu­erto Rico, sem hef­ur setið í fang­elsi í meira en þrjá ára­tugi fyr­ir hryðju­verk. Þá náðaði Obama James Cartwright, fyrr­um fjög­urra­stjörnu hers­höfðingja, sem laug að al­rík­is­lög­regl­unni um sam­ræður sín­ar við blaðamenn um kjarn­orku­áætlun Íran.

Menn velta nú vöngum yfir því hvort Obama náðar Bowe …
Menn velta nú vöng­um yfir því hvort Obama náðar Bowe Bergdahl á morg­un. Bergdahl hef­ur verið sakaður um að hafa yf­ir­gefið her­sveit sína en hann var í kjöl­farið hand­samaður af talíbön­um. Marg­ir segja leit­ina að Bergdahl hafa sett aðra her­menn í hættu, og jafn­vel valdið dauðsföll­um, en aðrir segja að vist­in hjá talíbön­um hljóti að telj­ast nægj­an­leg refs­ing.

Þess er að vænta að Obama til­kynni um fleiri náðanir á fimmtu­dag, að því er fram kem­ur hjá AFP. Marg­ir munu horfa til þess hvort Bowe Bergdahl verður á þeim lista en hann var fangaður af talíbön­um eft­ir að hafa yf­ir­gefið her­deild sína og var í haldi þeirra í fimm ár. Hann er nú und­ir eft­ir­liti hernaðar­yf­ir­valda vest­an­hafs og á leið fyr­ir her­rétt. Fjallað var um mál Bergdahl í hinu gríðar­vin­sæla podcasti Ser­ial.

Önnur nöfn sem ekki voru nefnd í gær voru m.a. Dav­id Petra­eus og Hillary Cl­int­on. Hers­höfðing­inn Petra­eus játaði að hafa deilt trúnaðargögn­um án heim­ild­ar en gár­ung­ar hafa velt upp þeim mögu­leika að Obama kunni að náða Cl­int­on fyr­ir­fram, til að koma í veg fyr­ir að re­públi­kan­ar, með Don­ald Trump í broddi fylk­ing­ar, freisti þess að sækja hana til saka fyr­ir meðhöndl­un henn­ar á tölvu­pósti þegar hún var dóms­málaráðherra.

Trump tek­ur embætti á föstu­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert