Samþykkir val á Rex Tillerson

Allt stefnir í að Rex Tillerson verði utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Allt stefnir í að Rex Tillerson verði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Nefnd innan bandarísku öldungadeildarinnar hefur veitt samþykki sitt fyrir vali Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Rex Tillerson sem næsta utanríkisráðherra landsins.

Þar með getur bandaríska öldungadeildin í heild sinni staðfest valið með kosningu.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær kosningin fer fram. Alls kusu 11 í nefndinni með valinu en 10 voru því mótfallnir.

Þrír öldungadeildarþingmenn, þar á meðal John McCain og Marco Rubio, hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna skoðana Tillerson í mannréttindamálum og vegna fyrri samskipta hans við Rússa en Tillerson er fyrrverandi forstjóri olíufyrirtækisins ExxonMobil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert