Vill samning við hverja þjóð fyrir sig

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í dag tilskipun um að draga þjóðina út úr fríverslunarsamningi ríkja við Kyrrahaf, TPP, sem forveri hans í embætti, Barack Obama, samdi um.

Frétt mbl.is: Trump tekur Bandaríkin út úr TPP

Samningurinn átti að binda Bandaríkin, Ástralíu, Kanada, Japan, Víetnam og þó nokkrar aðrar þjóðir saman gegn auknum efnahagslegum áhrifum Kínverja.

Eftir að Trump undirritaði tilskipunina sagðist hann ætla að „fara til þessara þjóða hverrar fyrir sig“ til að ná samkomulagi sem er hliðhollara Bandaríkjunum.

„Við munum stunda viðskipti en þau verða við hverja þjóð fyrir sig,“ sagði hann.

„Ef einhver hagar sér illa þá munum við stöðva samkomulagið. 30 dagar og þeir þurfa að bæta ráð sitt, því annars látum við okkur hverfa.“

Trump sagði tilskipun sína eiga eftir að koma sér frábærlega vel fyrir bandaríska verkamenn. 

Stöðvaði ríkisstyrki til samtaka fylgjandi fóstureyðingum

Trump undirritaði einnig tilskipun um að stöðva ríkisstyrki til erlendra samtaka sem styðja fóstureyðingar.

Aðeins tveir dagar eru síðan konur voru í fararbroddi í stórri mótmælagöngu í Washington. Þar börðust þær fyrir rétti sínum, meðal annars til fóstureyðinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert