Mubarak látinn laus eftir sex ár í haldi

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, er nú laus úr varðhaldi.
Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, er nú laus úr varðhaldi. AFP

Hosni Mubarak, fyrr­ver­andi for­seti Egypta­lands hef­ur verið lát­inn laus úr varðhaldi sex árum eft­ir að hon­um var steypt af stóli.

Frétta­vef­ur BBC hef­ur eft­ir lög­fræðingi Mubarak að hann hafi yf­ir­gefið her­sjúkra­húsið í Kaíró í morg­un og sé nú kom­in heim til sín í út­hverf­inu Heli­opol­is.

Æðsti áfrýj­un­ar­dóm­stóll lands­ins fyr­ir­skipaði fyrr í þess­um mánuði að Mubarak skyldi lát­inn laus, eft­ir að dóm­stóll­inn úr­sk­urðaði hann bæri ekki ábyrgð á dauða þeirra sem tóku þátt í upp­reisn­inni 2011.

Stjórn­in treg að láta Mubarak laus­an

Mubarak, sem er 88 ára, varð for­seti Egypta­lands 1981 þegar  þáver­andi for­seti Anw­ar Sa­dat var myrt­ur. Mubarak hef­ur verið í haldi á her­sjúkra­húsi í Kaíró meira og minna síðan hann var hand­tek­inn árið 2011.

Hann var dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi árið 2012 og sagður bera ábyrgð á dauða mót­mæl­enda af hendi liðsmanna ör­ygg­is­sveita hans. Mál hans var síðan tekið upp á ný og úr­sk­urðaði dóm­ari í maí 2015 að hægt væri að láta Mubarak laus­ann.

Nú­ver­andi rík­is­stjórn Abd­ul Fattah al-Sisi for­seta, var hins veg­ar treg að láta Mubarak laus­an vegna þeirra mót­mæla­öldu sem það gæti valdið hjá al­menn­ingi.  Sisi var yf­ir­maður leyniþjón­ust­unn­ar í land­inu þegar Mubarak var við völd og leiddi valda­töku hers­ins sem steypti af stóli árið 2013 Mohammed Morsi, sem kjör­inn var arftaki Mubaraks í al­menn­um kosn­ing­um.

Talið er að rúm­lega 800 manns hafi verið drepn­ir í átök­um ör­ygg­is­sveita og mót­mæl­enda í Kaíró, Al­ex­andríu, Súez og fleiri borg­um í 18 daga upp­reisn­inni þar sem Mubarak neydd­ist til að segja af sér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert