Efasemdir um bakland Macrons

Emmanuel Macron.
Emmanuel Macron. AFP

Sig­ur Emm­anu­els Macrons í for­seta­kosn­ing­un­um í Frakklandi í gær var af­ger­andi með 66% at­kvæða en sig­ur­inn var varla í höfn fyrr en umræðan fór að snú­ast um áskor­an­irn­ar sem hinn nýi for­seti lands­ins stend­ur frammi fyr­ir. Þá ekki síst hvernig Macron muni ganga að stjórna Frakklandi án stuðnings eins af hefðbundnu stjórn­mála­flokk­un­um á franska þing­inu.

Macron bauð sig fram sem sjálf­stæður fram­bjóðandi en hafði áður verið ráðherra í rík­is­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins. For­set­inn stend­ur frammi fyr­ir því verk­efni að hrinda áhersl­um sín­um í fram­kvæmd án ör­uggs stuðnings í þing­inu og að sam­eina frönsku þjóðina og veita henni for­ystu. Bent hef­ur verið á að rúm­lega 37% kjós­enda hafi annaðhvort ekki mætt á kjörstað í gær, skilað auðu eða eyðilagt at­kvæðaseðil­inn. Verk­efni Macrons væri því ærið.

Franska dag­blaðið Li­berati­on, sem er póli­tískt til vinstri, seg­ir í leiðara að mik­ill þrýst­ing­ur sé á Macron jafn­vel áður en hann er sett­ur í embætti sem verður á næsta sunnu­dag. Hátt hlut­fall þeirra sem kusu ekki þrátt fyr­ir þá ógn sem stafaði af Mar­ine Le Pen, sem bauð fram und­ir merkj­um frönsku Þjóðfylk­ing­ar­inn­ar, væri strax til marks um óánægju með nýja for­set­ann.

Macron hef­ur kynnt um­fangs­mikla stefnu­skrá þar sem áhersla er á um­bæt­ur inn­an­lands. Hann vill meðal ann­ars gera at­vinnu­lög­gjöf­ina sveigj­an­legri sem hann tel­ur að stuðli að miklu at­vinnu­leysi, draga úr út­gjöld­um rík­is­ins, bæta mennt­un á svæðum þar sem fá­tækt er land­læg og auka fé­lags­legs ör­yggi þeirra sem eru sjálf­stætt starf­andi sam­kvæmt frétt AFP.

Hreyf­ing Macrons, En Marche, er tæp­lega árs­göm­ul og þetta er í fyrsta sinn sem hann hef­ur boðið sig fram í kosn­ing­um. For­set­inn hef­ur sagt að hreyf­ing­in muni bjóða fram í öll­um kjör­dæm­um í þing­kosn­ing­un­um í júní. Hins veg­ar eru uppi efa­semd­ir um að En Marche tak­ist að vinna meiri­hluta á franska þing­inu sem þýðir að Macron kann að þurfa að mynda sam­steypu­stjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert