Val Macrons sundrar Repúblikanaflokknum

Edouard Philippe tekur við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu af forvera sínum …
Edouard Philippe tekur við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu af forvera sínum í starfi Bernard Cazeneuve. AFP

Sú ákvörðun Emm­anu­el Macrons, ný­kjör­ins for­seta Frakk­lands, að velja Edu­ard Phil­ippe, lítt þekkt­an þing­mann franska Re­públi­kana­flokks­ins, sem for­sæt­is­rá­herra stjórn­ar sinn­ar, hef­ur myndað gjá inn­an flokks­ins að sögn Reu­ters-frétta­stof­unn­ar.

Franco­is Baroin, leiðtogi franska Re­públi­kana­flokks­ins, sagði í viðtali við frönsku sjón­varps­stöðina BFM TV Phil­ippe hafa tekið sína ákvörðun, en að hún væri ekki flokks­ins.

Greint var frá því í gær að Macron hefði valið Phil­ippe í embætti for­sæt­is­ráðherra og er valið sagt end­ur­spegla viðleitni for­set­ans til að laða hóf­sama stjórn­mála­menn í hreyf­ingu sína sem áður hét En Marche!, en hef­ur nú hlotið nafnið Repu­blique En Marche! (REM).

Nokkr­ir þing­menn sósí­al­ista­flokks­ins hafa einnig sleg­ist í lið með Macron, sem og 21 þingmaður Re­públi­kana­flokks­ins, þar á meðal fyrr­ver­andi ráðherr­ar, sem sendu frá sér sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu í gær þar sem flokk­ur­inn var hvatt­ur til að vera já­kvæður gagn­vart viðleitni for­set­ans.

„Það verður hans mál að tak­ast á við þetta,“ sagði Baroin og líkti sam­starf­inu við geðklofa.

Reu­ters seg­ir Macron vera far­inn að horfa til þing­kosn­ing­anna í júní og þess að hann þurfi að njóta stuðning þings­ins við að koma áætl­un­um sín­um í gegn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert