26 drepnir í árás í Egyptalandi

Skjáskot úr egypska ríkissjónvarpinu sýnir menn skoða leifar annarrar rútunnar …
Skjáskot úr egypska ríkissjónvarpinu sýnir menn skoða leifar annarrar rútunnar sem árásarmennirnir hófu skothríð á. AFP

Hóp­ur vopnaðra manna myrti 26 manns og særði 25 til viðbót­ar er hann réðst á tvær rút­ur og flutn­inga­bíl í miðhluta Egypta­lands, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá egypska heil­brigðisráðuneyt­inu.

Reu­ters hef­ur eft­ir tals­manni inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins að árás­ar­menn­irn­ir hafi komið á staðinn á þrem­ur fjór­hjóla­drifn­um bíl­um. Menn­irn­ir, sem að sögn vitna huldu and­lit sín, stoppuðu tvær rút­ur og flutn­inga­bíl og hófu síðan skot­hríð á bíl­ana á vegi sem ligg­ur að klaustri heil­ags Samú­els í Minya-héraði, en tölu­verður fjöldi íbúa héraðsins er krist­inn.

Örygg­is­sveit­ir leita nú mann­anna og hef­ur verið sett upp vega­eft­ir­lit víða. Þá hef­ur for­seti lands­ins, Abdel Fattah al-Sisi, boðað til neyðar­fund­ar með ör­ygg­is­yf­ir­völd­um.

Ah­med al-Tayeb, imam al-Azh­ar-mosk­unn­ar, sagði árás­inni vera ætlað að draga úr stöðug­leika í land­inu.

„Ég hvet Egypta til að sam­ein­ast frammi fyr­ir þess­um hrotta­legu hryðju­verk­um,“ hef­ur Reu­ters eft­ir al-Tayeb.

Um 10% Egypta eru krist­inn­ar trú­ar og hef­ur þessi minni­hluta­hóp­ur verið skot­mark nokk­urra ban­vænna árása á und­an­förn­um mánuðum. Hafa um 70 verið drepn­ir í sprengju­árás­um á kirkj­ur í Kaíró, Al­ex­andríu og Tanta frá því í des­em­ber á síðasta ári.

Hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams lýstu yfir ábyrgð á þeim til­ræðum, en eng­inn hef­ur enn lýst sig ábyrg­an fyr­ir árás­inni í morg­un.

26 fórust í árásinni og 25 eru særðir að sögn …
26 fór­ust í árás­inni og 25 eru særðir að sögn egypska heil­brigðisráðuneyt­is­ins. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert