Bretar segja nei við May

Theresa May í kosningabaráttunni í lok maímánaðar.
Theresa May í kosningabaráttunni í lok maímánaðar. AFP

Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands og leiðtogi Íhalds­flokks­ins, hef­ur misst hrein­an þing­meiri­hluta flokks­ins úr greip­um sér sam­kvæmt nýj­ustu töl­um og spám helstu fjöl­miðla þar í landi.

Niður­stöður þing­kosn­ing­anna sem haldn­ar voru í gær, fimmtu­dag, hafa komið mörg­um í opna skjöldu. Það mikla for­skot sem Íhalds­flokk­ur­inn hafði í upp­hafi kosn­inga­bar­átt­unn­ar, þegar May til­kynnti að hún hefði ákveðið að efna til kosn­inga, hef­ur enda runnið út í sand­inn að mestu leyti.

Slæm­ar út­göngu­spár fyr­ir Íhalds­flokk­inn

Útgöngu­spár voru birt­ar þegar klukkut­urn West­minster-hall­ar sló níu í gær­kvöldi en sam­kvæmt þeim var út­litið ekki bjart fyr­ir May og flokks­menn henn­ar, þar sem því var spáð að flokk­ur­inn myndi missa þann hreina meiri­hluta sem hann náði í kosn­ing­un­um árið 2015.

Pundið féll um leið snögg­lega og á mörkuðum fóru menn að ótt­ast að May myndi ekki tak­ast að mynda rík­is­stjórn, og jafn­vel þurfa að víkja úr embætti. Klukk­an tvö í nótt hafði pundið fallið um nær tvö pró­sent gagn­vart banda­ríkja­dal.

Jeremy Corbyn hefur haft ástæðu til að gleðjast í nótt.
Jeremy Cor­byn hef­ur haft ástæðu til að gleðjast í nótt. AFP

„Nóg til að fara“

Sjálf sagði May fyrr í nótt, eft­ir að hún hafði verið end­ur­kjör­in með mikl­um meiri­hluta at­kvæða í kjör­dæmi sínu Mai­den­head, að Bret­land þyrfti á tíma­bili stöðug­leika að halda. „Og ef svo fer sem horf­ir, að Íhalds­flokk­ur­inn fái flest þing­sæti og flest at­kvæði, þá ber hann skyldu til að tryggja þann stöðug­leika,“ sagði May í ræðu sinni.

Jeremy Cor­byn, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, skoraði á sama tíma á May að segja af sér.

Sagði hann May hafa „misst þing­sæti Íhalds­flokks­ins, misst at­kvæði, misst stuðning og misst traust. Ég hefði haldið að það væri nóg til að fara,“ sagði Cor­byn eft­ir að hann hafði verið end­ur­kjör­inn með yf­ir­burðum í kjör­dæmi sínu, Norður-Isl­ingt­on í Lund­ún­um.

May mæt­ir gagn­rýni

May, sem tók við af Ca­meron í embætti í kjöl­far Brex­it-þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar á síðasta ári, stend­ur nú frammi fyr­ir efa­semd­um um dómgreind sína eft­ir að hafa ákveðið að efna til kosn­inga þrem­ur árum fyr­ir áætlaðan tíma þeirra og stefna þar með í hættu naum­um en stöðugum meiri­hluta henn­ar á þingi.

Ljóst er að þrátt fyr­ir að flokk­ur henn­ar verði enn þá sá stærsti á þingi þá hafa kjós­end­ur hafnað um­leit­un­um henn­ar eft­ir frek­ara umboði.

Farage sparaði ekki stóru orðin í nótt.
Fara­ge sparaði ekki stóru orðin í nótt. AFP

Nig­el Fara­ge, fyrr­ver­andi leiðtogi Breska sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði í sam­tali við frétta­stofu BBC að það hefðu verið mis­tök fyr­ir Íhalds­flokk­inn að velja stjórn­mála­mann, sem hafði verið á móti út­göngu Breta úr ESB, til að sjá um Brex­it-ferlið. Sagði hann May hafa misst all­an trú­verðug­leika.

Í sam­tali við frétta­stofu ITV gekk hann enn þá lengra: „Hvað sem ger­ist í kvöld, þá er Th­eresa May búin að vera (e. toast).“

„Þetta er akkúrat and­stæðan við þá ástæðu sem hún gaf fyr­ir að halda kosn­ing­arn­ar, og síðan þarf hún núna að fara og hefja viðræður um Brex­it við ESB í enn þá veik­ari stöðu,“ seg­ir Tony Tra­vers, pró­fess­or við Hag­fræðihá­skóla Lund­úna, í sam­tali við frétta­stofu AFP.

Skoski þjóðarflokk­ur­inn tap­ar miklu

Útlit er fyr­ir að stjórn­mála­lands­lagið sé nokkuð breytt eft­ir niður­stöður næt­ur­inn­ar, og því jafn­vel verið snúið á hvolf eins og Cor­byn komst að orði. Breski sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, sem hlaut 12,5% at­kvæða fyr­ir tveim­ur árum og var mik­ill drif­kraft­ur að baki Brex­it-at­kvæðagreiðslunni, virðist til að mynda eiga það á hættu að þurrk­ast út.

Frjáls­lynd­ir demó­krat­ar virðast þá ætla að bæta við sig nokkr­um sæt­um þótt fyrr­ver­andi leiðtogi þeirra, Nick Clegg, hafi misst sitt þing­sæti.

Skoski þjóðarflokk­ur­inn, sem bætti mikið við sig á þing­inu í kosn­ing­un­um árið 2015, lít­ur þá út fyr­ir að missa allt að 20 sæti af sín­um 54.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert