Enginn með hreinan meirihluta

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Ljóst er að eng­inn flokk­ur nær hrein­um meiri­hluta eft­ir þing­kosn­ing­arn­ar í Bretlandi. Talið er að Íhalds­flokk­ur­inn fái 319 sæti á breska þing­inu en árið 2015 voru sæti flokks­ins 331 tals­ins. Þar með nær flokk­ur­inn ekki 326 sæta mark­inu sem myndi veita hon­um meiri­hluta. Reiknað er með að Verka­manna­flokk­ur­inn fjölgi sæt­um sín­um úr 229 í 260.

Það hef­ur gerst fimm sinn­um í Bretlandi frá upp­hafi tutt­ug­ustu ald­ar að eng­inn flokk­ur hljóti hrein­an meiri­hluta; síðast árið 2010.

Það ár mynduðu Dav­id Ca­meron og Íhalds­flokk­ur­inn meiri­hluta með Frjáls­lynd­um demó­kröt­um.

Th­eresea May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, er und­ir þrýst­ingi um að segja af sér vegna úr­slit­anna.

Erfitt gæti reynst að mynda sam­steypu­stjórn í land­inu. 

Günt­her Oett­in­ger, sem fer með mál­efni sta­f­ræna hag­kerf­is­ins í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, seg­ir óvíst hvort samn­ingaviðræður Bret­lands vegna út­göngu lands­ins úr ESB geti haf­ist á sett­um tíma vegna kosn­inga­úr­slit­anna í Bretlandi.

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins.
Jeremy Cor­byn, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert