May áfram forsætisráðherra Bretlands

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, flytur ávarp sitt fyrir framan Downingstræti …
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, flytur ávarp sitt fyrir framan Downingstræti 10. AFP

Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hyggst gegna embætt­inu áfram í rík­is­stjórn Íhalds­flokks henn­ar með stuðningi Lýðræðis­lega sam­bands­flokks­ins (DUP) á Norður-Írlandi. Þetta til­kynnti hún í dag fyr­ir utan skrif­stofu sína í Down­ingstræti 10 í London eft­ir að hafa gengið á fund Elísa­bet­ar Breta­drottn­ing­ar og fengið umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar.

May sagði enn­frem­ur að nýja rík­is­stjórn­in myndi tryggja þann stöðug­leika sem nauðsyn­leg­ur og halda áfram vinnu við út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu. Form­leg­ar viðræður um út­göng­una við full­trúa sam­bands­ins hefst eft­ir tíu daga. May sagði að áfram yrði unnið að því að upp­fylla vilja breskra kjós­enda í þjóðar­at­kvæðinu á síðasta ári.

For­sæt­is­ráðherr­ann sagði enn­frem­ur að nýja stjórn­in myndi leggja áherslu á að tryggja ör­yggi Breta í kjöl­far hryðju­verk­anna í Manchester og London í aðdrag­anda kosn­ing­anna. Brugðist yrði við íslam­isma í Bretlandi og þeim sem aðhyllt­ust þá hug­mynda­fræði. Lög­reglu og leyniþjón­ustu yrðu veitt nauðsyn­leg verk­færi til að tryggja ör­yggi.

Rík­is­stjórn­in myndi enn­frem­ur leggja áherslu á sann­girni og að tryggja öll­um tæki­færi í verk­um sín­um og byggja upp sam­fé­lag þar sem eng­inn væri skil­inn útund­an. Sam­fé­lag þar sem hag­sæld ríkti og all­ir fengju hlut­deild í. Sagði May að Íhalds­flokk­ur­inn hefði fullt umboð til þess að mynda nýja rík­is­stjórn eft­ir að hafa fengið flest þing­sæti.

Lagði May enn­frem­ur áherslu á að Íhalds­flokk­ur­inn hefði lengi átt gott sam­starf við Lýðræðis­lega sam­bands­flokk­inn. Fyr­ir vikið hefði hún fulla trú á að flokk­arn­ir gætu áfram unnið sam­an í þágu Bret­lands. Mark­miðið væri að tryggja hag­stæða lend­ingu í viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið. Bret­ar hefðu kosið það í þjóðar­at­kvæðinu og það yrði gert.

Er­indi sínu fyr­ir fram­an Down­ings­stræti lauk for­sæt­is­ráðherr­ann síðan á orðunum: „Hefj­umst nú handa.“

Theresa May og eiginmaður hennar Philip.
Th­eresa May og eig­inmaður henn­ar Phil­ip. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert