Hvað verður um Brexit?

AFP

Hvað verður núna um Brex­it? Þessi spurn­ing brenn­ur vafa­laust á mörg­um í kjöl­far þing­kosn­ing­anna í Bretlandi í gær þar sem breski Íhalds­flokk­ur­inn tapaði þing­meiri­hluta sín­um. Flokk­ur­inn hef­ur í kjöl­far þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar í lok júní á síðasta ári, þar sem meiri­hluti breskra kjós­enda samþykkti að segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið, lagt áherslu á að fram­fylgja þeirri niður­stöðu und­ir for­ystu Th­eresu May for­sæt­is­ráðherra.

May boðaði til þing­kosn­ing­anna um miðjan apríl í þeim yf­ir­lýsta til­gangi að styrkja þing­meiri­hluta sinn vegna fyr­ir­hugaðra viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið um út­göngu Bret­lands. Niðurstaða kosn­ing­anna er hins veg­ar þvert á móti veik­ari staða Íhalds­flokks­ins. Lík­legt er þó talið að flokk­ur­inn verði áfram í rík­is­stjórn með stuðningi Lýðræðis­lega sam­bands­flokks­ins (DUP) hvort sem sá flokk­ur tek­ur sæti í stjórn eða veit­ir aðeins stuðning sinn.

Eins og mbl.is hef­ur fjallað um í morg­un þarf í raun sam­starf eða hlut­leysi allra stjórn­mála­flokka sem fengu full­trúa kjörna í neðri deild breska þings­ins í gær fyr­ir utan Íhalds­flokk­inn til þess að úti­loka íhalds­menn frá völd­um. Ástæðan er sú að þrátt fyr­ir að Íhalds­flokk­ur­inn hafi tapað meiri­hluta sín­um er hann eft­ir sem áður stærsti flokk­ur­inn og er spáð 318 þing­sæt­um af 650. Þannig vant­ar flokk­inn aðeins átta þing­menn til þess að mynda meir­hluta.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. AFP

Hvað Brex­it varðar hef­ur Lýðræðis­legi sam­bands­flokk­ur­inn, sem er flokk­ur sam­bands­sinna á Norður-Írlandi, lagt áherslu á að tryggja áfram­hald­andi frjálst flæði fólks á milli Norður-Írlands og Írlands og að Norður-Írland verði áfram inn­an innri markaðar Evr­ópu­sam­bands­ins. Þá hef­ur flokk­ur­inn lagst gegn því þeirri stefnu Íhalds­flokks­ins að eng­inn samn­ing­ur um út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu sé betri en slæm­ur samn­ing­ur.

Ljóst er að stuðning­ur við Brex­it er mik­ill í Bretlandi. Þegar May boðaði til þing­kosn­ing­anna um miðjan apríl bentu skoðanakann­an­ir til þess að for­skot Íhalds­flokks­ins á Verka­manna­flokk­inn væri í kring­um 20% en fylgisaukn­ing íhalds­manna hófst í kjöl­far þjóðar­at­kvæðis­ins um Evr­ópu­sam­bandið. Fylgið hélst hátt fyrst í stað þar til stefnu­skrár flokk­anna voru kynnt­ar um miðjan maí­mánuð og umræðan fór að snú­ast um annað en Brex­it.

Eng­inn af þeim stjórn­mála­flokk­um sem fengu þing­menn kjörna í kosn­ing­un­um í gær hafa talað fyr­ir því að hætta við Brex­it. Frjáls­lynd­ir demó­krat­ar hafa farið hvað næst því en látið nægja að kalla eft­ir öðru þjóðar­at­kvæði um fyr­ir­hugaðan samn­ing á milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins um út­göng­una. Þá hef­ur flokk­ur­inn ásamt fleiri flokk­um talað fyr­ir nán­ari tengsl­um við sam­bandið eft­ir út­göng­una en May hef­ur boðað.

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.
Bor­is John­son, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands. AFP

Hvort Íhalds­flokk­ur­inn kem­ur til með að fall­ast á áhersl­ur Lýðræðis­lega sam­bands­flokks­ins á eft­ir að koma í ljós. Hugs­an­legt er hins veg­ar talið að inn­an tíðar verði boðað til nýrra þing­kosn­inga þar sem íhalds­menn tefli fram nýj­um leiðtoga í stað May. Þykir Bor­is John­son ut­an­rík­is­ráðherra koma þar helst til greina, en ólíkt May beitti hann sér fyr­ir því að Bret­land færi úr Evr­ópu­sam­band­inu í aðdrag­anda þjóðar­at­kæðis­ins á síðasta ári.

Líkt og Bald­ur Þór­halls­son, stjórn­mála­fræðipró­fess­or við Há­skóla Íslands, benti á í sam­tali við mbl.is í gær er helsta af­rek May sem leiðtoga Íhalds­flokks­ins að sam­eina flokk­inn um þá stefnu að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu. Flokks­menn skipt­ust í tvær fylk­ing­ar fyr­ir þjóðar­at­kvæðagreiðsluna og var talið að flokk­ur­inn gæti klofnað í kjöl­far þess. Mik­il­vægt þótti fyr­ir vikið að fá leiðtoga sem hefði ekki verið í for­ystu út­göngus­inna.

Fyr­ir vikið gæti jarðveg­ur verið fyr­ir hendi í dag fyr­ir leiðtoga úr röðum þeirra sem börðust fyr­ir út­göngu úr Evr­ópu­sam­band­inu eins og John­son sem ekki var tal­inn vera fyr­ir hendi síðasta sum­ar þegar May tók við Íhalds­flokkn­um. Þannig gætu þing­kosn­ing­arn­ar bæði leitt til „mýkri“ út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu og „harðari“ eft­ir því með hvaða hætti þró­un­in verður í fram­hald­inu. Útgang­an sjálf virðist hins veg­ar ekki í hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert