Konur aldrei fleiri

AFP

Kon­ur í neðri deild breska þings­ins hafa aldrei verið fleiri en í kjöl­far þing­kosn­ing­anna sem fram fóru í Bretlandi í gær. Þetta kem­ur fram á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins BBC

Þar seg­ir að á síðasta kjör­tíma­bili hafi 197 kon­ur átt sæti í neðri deild þings­ins en þær séu nú 207. Sam­tals eru þing­sæt­in 650, þannig að tæp­ur þriðjung­ur þeirra er nú skipaður kon­um.

Einnig kem­ur fram í frétt BBC að 45% þing­manna Verka­manna­flokks­ins séu kon­ur en 21% þing­manna Íhalds­flokks­ins.

Græn­ingj­ar hafa hins veg­ar hlut­falls­lega flest­ar kon­ur í þing­flokki sín­um, en þeir eiga aðeins einn þing­mann, sem er kona.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert