Leiðtogi UKIP segir af sér

Paul Nuttall er hættur sem leiðtogi UKIP.
Paul Nuttall er hættur sem leiðtogi UKIP. AFP

Paul Nuttall, leiðtogi Breska sjálf­stæðis­flokks­ins (UKIP), hef­ur sagt af sér í kjöl­far þing­kosn­ing­anna sem fram fóru í gær. Flokk­ur­inn hlaut eng­in þing­sæti í neðri deild breska þings­ins og tapaði enn frem­ur miklu fylgi frá síðustu þing­kosn­ing­um. Fór úr 12,7% í 1,8% nú.

Flokk­ur­inn náði einu þing­sæti í þing­kosn­ing­un­um árið 2015 en þingmaður­inn, Douglas Carswell, sagði sig hins veg­ar úr flokkn­um í mars. Nuttall seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sam­kvæmt frétt AFP að af­sögn­in taki þegar gildi. Þar með fái UKIP tæki­færi til þess að velja nýj­an leiðtoga.

Nuttall seg­ir enn frem­ur að UKIP þurfi nýtt upp­haf með nýj­um leiðtoga. Seg­ist hann hafa þurft að leiða flokk­inn í gegn­um þrjár auka­kosn­ing­ar og þing­kosn­ing­ar á aðeins sex mánuðum og fyr­ir vikið ekki hafa fengið ráðrúm til þess að end­ur­móta flokk­inn.

Nuttall tók við sem leiðtogi UKIP í lok nóv­em­ber á síðasta ári. Fram­kvæmda­stjóri UKIP, Jon­ath­an Arnott, hef­ur einnig sagt af sér sam­kvæmt frétt breska dag­blaðsins Guar­di­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert