May „tapaði veðmáli sínu“

Pierre Moscovici.
Pierre Moscovici. AFP

Pier­re Moscovici, yf­ir­maður efna­hags­mála í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, seg­ir að Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hafi „tapað veðmáli sínu“, eft­ir ósig­ur sinn í bresku þing­kosn­ing­un­um.

„Frú May, sem átti að koma enn sterk­ari út, hef­ur tapað veðmáli sínu og þess vegna er staða henn­ar óljós vegna þess að sann­leik­ur­inn er sá að við vit­um í raun ekki hver staðan er á stjórn lands­ins núna,“ sagði Moscovici í sam­tali við út­varps­stöðina French Europe 1.

Þrýst­ing­ur er á May um að segja af sér vegna úr­slit­anna en eng­inn flokk­ur er með hrein­an þing­meiri­hluta.

Moscovici sagði að „hvað ESB varðar þá erum við til­bú­in í samn­ingaviðræður“ um út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Spurður hvort viðræðurn­ar geti haf­ist 19. júní eins og áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir sagði hann: „Við skul­um ekki ýta á eft­ir hlut­un­um en hvað sem ger­ist þá erum við til­bú­in.“

Hann bætti við að ESB þyki leitt að Bretlandi hafi ákveðið að ganga úr ESB.

Theresa May.
Th­eresa May. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert