Reynir að mynda nýja ríkisstjórn

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hyggst ganga á fund Elísa­bet­ar Breta­drottn­ing­ar í dag og biðja um heim­ild til þess að mynda nýja rík­is­stjórn í kjöl­far þing­kosn­ing­anna í gær þar sem Íhalds­flokk­ur henn­ar missti meiri­hluta sinn í neðri deild breska þings­ins.

Þetta kem­ur fram í frétt AFP og er haft eft­ir tals­manni for­sæt­is­ráðherr­ans. Fund­ur­inn fer fram klukk­an 11.30 að ís­lensk­um tíma í Buck­ing­ham-höll í London. Þrátt fyr­ir að hafa misst þing­meiri­hluta sinn er Íhalds­flokk­ur­inn áfram stærsti stjórn­mála­flokk­ur Bret­lands.

Fram kem­ur á frétta­vef breska dag­blaðsins Guar­di­an að Lýðræðissinnaði sam­bands­flokk­ur­inn (DUP) á Norður-Írlandi hafi samþykkt sam­starf við May. Hins veg­ar sé ekki ljóst hvort flokk­ur­inn muni taka sæti í nýrri rík­is­stjórn eða ein­ung­is tryggja henni stuðning í þing­inu.

Enn­frem­ur seg­ir í frétt­inni að óform­leg­ar viðræður hafi þegar farið fram í nótt um sam­starf flokk­anna tveggja. Haft er eft­ir full­trú­um Lýðræðissinnaða sam­bands­flokks­ins að flokk­ur­inn hafi átt í góðu sam­starfi við May frá því að hún tók við sem for­sæt­is­ráðherra síðasta sum­ar.

Breska dag­blaðið hef­ur einnig eft­ir full­trú­um DUP að sam­starfið sé einnig grund­vallað á þeirri sam­eig­in­legu af­stöðu flokk­anna að til­hugs­un­in um að Jeremy Cor­byn, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, verði næsti for­sæt­is­ráðherra Bret­lands sé óbæri­leg.

Sam­an­lagt hafa Íhalds­flokk­ur­inn og Lýðræðis­legi sam­bands­flokk­ur­inn 328 þing­menn af þeim 650 sem sæti eiga í neðri deilt þings­ins. Þar af er Íhalds­flokk­ur­inn með 318 þing­menn og DUP, sem þykir íhalds­sinnaður og er flokk­ur sam­bands­sinna á Norður-Írlandi, með tíu. 

Tak­ist May ekki að mynda rík­is­stjórn fær Cor­byn vænt­an­lega tæki­færi til þess. Hins veg­ar er ljóst að til þess að úti­loka Íhalds­flokk­inn frá völd­um þarf hann í raun stuðning eða hlut­leysi allra annarra flokka sem fengu full­trúa kjörna eins og mbl.is hef­ur áður fjallað um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert