Spjótin standa á May

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Kröf­ur um af­sögn Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, heyr­ast í aukn­um mæli í kjöl­far þing­kosn­ing­anna í gær þar sem Íhalds­flokk­ur henn­ar tapaði þing­meiri­hluta sín­um. May boðaði til kosn­ing­anna um miðjan apríl með það að yf­ir­lýstu mark­miði að styrkja þing­meiri­hluta sinn en þess í stað hef­ur hún ákveðið að mynda minni­hluta­stjórn.

Kröf­urn­ar koma bæði inn­an Íhalds­flokks­ins og utan hans. For­ystu­menn meðal ann­ars Verka­manna­flokks­ins og Frjáls­lyndra demó­krata hafa kallað eft­ir af­sögn May og áhrifa­menn inn­an Íhalds­flokks­ins hafa lýst óánægju sinni með kosn­inga­bar­áttu flokks­ins sem stýrt hafi verið af þröng­um hópi fólks sem ráðherr­ann hafi raðað í kring­um sig.

Fram kem­ur á frétta­vef breska dag­blaðsins Guar­di­an að marg­ir þing­menn Íhalds­flokks­ins séu æfir yfir kosn­inga­bar­átt­unni og ósigr­in­um sem þeir telja að hefði mátt kom­ast hjá. Al­var­leg­ar umræður séu þegar hafn­ar inn­an flokks­ins um mögu­leg­an arf­taka May og að sama skapi þann mögu­leika að boðað verði aft­ur til kosn­inga. Jafn­vel strax í haust.

Bresk­ir fjöl­miðlar höfðu áður greint frá því að vitað væri að ráðherr­ar í rík­is­stjórn May og marg­ir fram­bjóðend­ur Íhalds­flokks­ins væru óánægðir með kosn­inga­bar­átt­una á meðan hún væri enn í gangi. Eft­ir að úr­slit­in liggja fyr­ir virðist sem sú óánægja sé að koma upp á yf­ir­borðið og má bú­ast við að það ger­ist í aukn­um mæli á næst­unni.

Mik­ill skort­ur á sam­ráði um stefn­una

Þingmaður­inn Sarah Wolla­st­on hef­ur meðal ann­ars viðrað óánægju sína. Mjög hafi skort á að fleiri væru hafðir með í ráðum í kosn­inga­bar­átt­unni og við mót­un kosn­inga­stefnu Íhalds­flokks­ins en þröng­ur hóp­ur fólks í kring­um May. Meðal ann­ars varðandi þá stefnu að nota eign­ir eldra fólks til þess að greiða fyr­ir vel­ferðarþjón­ustu þess.

Tvennt gerði það einkum að verk­um að mati Wolla­st­on að Íhalds­flokk­ur­inn tapaði kosn­ing­un­um. Ann­ars veg­ar sú stefna að leyfa aft­ur refa­veiðar og hins veg­ar vel­ferðar­mál­in. Það hafi komið skýrt fram í henn­ar kjör­dæmi. Einnig hafi verið mis­tök að ráðast á Jeremy Cor­byn, leiðtoga Verka­manna­flokks­ins, sem hafi skapað hon­um samúð.

Varðandi framtíð May hef­ur Guar­di­an eft­ir Wolla­st­on að hún telji að for­sæt­is­ráðherr­ann ætti að vera áfram leiðtogi Íhalds­flokks­ins en það kæmi henni hins veg­ar ekki á óvart að boðað yrði aft­ur til þing­kosn­inga inn­an ekki langs tíma. Hins veg­ar ætti May að losa sig við nán­ustu ráðgjafa sína. Vand­séð væri hvernig þeir gætu haldið stöðum sín­um.

Haft er eft­ir öðrum íhalds­manni sem ekki vildi koma fram und­ir nafni að niðurstaða kosn­ing­anna þýddi að mikla breyt­ing­ar yrðu að eiga sér stað í höfuðstöðvum Íhalds­flokks­ins og á skrif­stofu for­sæt­is­ráðherr­ans. Það væri ekki hægt að stýra stór­um stjórn­mála­flokki eins og Íhalds­flokkn­um eða rík­is­stjórn í gegn­um þröng­an hóp ráðgjafa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert