Vill bandalag gegn íhaldsmönnum

Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins.
Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins. AFP

Leiðtogi Skoska þjóðarflokks­ins, Nicola Stur­geon, seg­ist reiðubú­in að mynda banda­lag með öðrum stjórn­mála­flokk­um til þess að halda breska Íhalds­flokkn­um frá völd­um í kjöl­far þing­kosn­ing­anna í Bretlandi í gær. Flokk­ur Stur­geons tapaði miklu fylgi frá síðustu kosn­ing­um.

Fram kom enn­frem­ur í ávarpi sem Stur­geon flutti í dag að niðurstaða kosn­ing­anna væri von­brigði en Skoski þjóðarflokk­ur­inn tapaði 21 þing­sæti. Fór úr 56 í 35. Flokk­ur­inn tapaði þing­sæt­um bæði til Íhalds­flokks­ins sem og Verka­manna­flokks­ins og Frjáls­lyndra demó­krata.

Meðal þing­manna Skoska þjóðarflokks­ins sem töpuðu sæt­um sín­um eru Alex Salmond, fyrr­ver­andi leiðtogi flokks­ins, og Ang­us Robert­son, vara­leiðtogi hans. Stur­geon minnt­ist ósig­urs þeirra og sagði Salmond meðal ann­ars vera risa í skosk­um stjórn­mál­um.

Stur­geon sagði niður­stöðu kosn­ing­anna enn­frem­ur vera and­stöðu við þá hörðu stefnu sem Íhalds­flokk­ur­inn und­ir for­ystu Th­eresu May hafi rekið vegna út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu og kallaði eft­ir sam­starfi við aðra flokka um mýkri nálg­un.

Þá sagði hún Skoska þjóðarflokk­inn ætla að hlusta á þau skila­boð sem kjós­end­ur í Skotlandi hefðu sent í kosn­ing­un­um. Gaf hún í skyn að frestað yrði áform­um flokks­ins um að fram færi annað þjóðar­at­kvæði um sjálf­stæði Skot­lands frá breska kon­ung­dæm­inu.

Haft er eft­ir John Sw­inn­ey, fyrr­ver­andi leiðtoga Skoska þjóðarflokks­ins og ráðherra í skosku heima­stjórn­inni, á frétta­vef Guar­di­an að niður­stöður þing­kosn­ing­anna þýddu að Stur­geon yrði end­ur­skoða áherslu sína á það að halda annað þjóðar­at­kvæði um sjálf­stæði Skot­lands.

Sw­inn­ey seg­ir ljóst að kosn­ing­arn­ar hafi verið lyk­il­atriði í ósigri Skoska þjóðarflokks­ins en Íhalds­flokk­ur­inn gerði and­stöðu við annað þjóðar­at­kvæði að meg­in­stefnu­máli sínu. Fram kem­ur frétt­inni að ýms­ir aðrir for­ystu­menn flokks­ins séu þessu hins veg­ar ósam­mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert