Ráðgjafar May segja af sér

Nick Timothy, til vinstri á myndinni, hefur sagt af sér.
Nick Timothy, til vinstri á myndinni, hefur sagt af sér. AFP

Tveir helstu ráðgjaf­ar breska for­sæt­is­ráðherr­ans Th­eresu May hafa til­kynnt af­sagn­ir sín­ar í kjöl­far óvænts ósig­urs Íhalds­flokks­ins í ný­af­stöðnum þing­kosn­ing­um.

Ráðgjaf­arn­ir heita Nick Timot­hy og Fiona Hill, en í yf­ir­lýs­ingu seg­ist Timot­hy taka ábyrgð á stefnu­yf­ir­lýs­ingu Íhalds­flokks­ins fyr­ir kosn­ing­arn­ar, þar sem flokk­ur­inn missti svo hrein­an meiri­hluta sinn á þing­inu.

Aðstoðarrit­stjóri stjórn­mála­frétta hjá BBC, Norm­an Smith, seg­ir May hafa með þessu skapað sér smá and­rými.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert