Samkomulag um málefnaramma

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Íhalds­flokk­ur­inn og Lýðræðis­legi sam­bands­flokk­ur­inn hafa náð sam­komu­lagi um mál­efn­aramma í kring­um minni­hluta­stjórn Íhalds­flokks­ins eft­ir þing­kosn­ing­ar sem fóru fram í vik­unni. Hef­ur niður­stöðum kosn­ing­anna verið lýst sem niður­læg­ingu fyr­ir Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, en talið hafði verið víst þegar hún boðaði til þeirra að Íhalds­flokk­ur­inn fengi hrein­an meiri­hluta.

Þar sem Bret­ar misstu meiri­hluta þing­sæta á þing­inu þurfa þeir stuðning frá Lýðræðis­lega sam­bands­flokk­um DUP, en flokk­ur er mjög íhalds­sinnaður, en það er flokk­ur sam­bands­sinna á Norður-Írlandi.

Talsmaður May sagði í dag að hægt væri að staðfesta að mál­efn­arammi lægi fyr­ir. Verður sam­komu­lagið lagt fyr­ir á fundi ráðherra Íhalds­flokks­ins á mánu­dag­inn. Ekki ligg­ur enn fyr­ir hvað það er sem DUP flokk­ur­inn fær fyr­ir stuðning sinn. Hafa vaknað upp áhyggjuradd­ir um að með þessu skrefi fái DUP auk­in völd, en flokk­ur­inn hef­ur meðal ann­ars talað gegn fóst­ur­eyðing­um og hjóna­bönd­um sam­kyn­hneigðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert