Eftirlifendur munu ekki taka þátt ef rannsóknin uppfyllir ekki kröfur

Það sem eftir er af Grenfell turninum í vesturhluta Lundúna.
Það sem eftir er af Grenfell turninum í vesturhluta Lundúna. AFP

Þeir sem lifðu af elds­voðann í Gren­fell turn­in­um í Lund­ún­um 14. júní síðastliðinn munu ekki taka þátt í rann­sókn yf­ir­valda á brun­an­um ef að þær „kerfis­vill­ur“ sem leiddu til brun­ans verða ekki rann­sakaðar.

Sky News seg­ir frá.

Yvette Williams, full­trúi sam­tak­anna Justice 4 Gren­fell eða Rétt­læti fyr­ir Gren­fell sagði í sam­tali við Sky News að þeir sem urðu fyr­ir harm­leikn­um, þar sem að minnsta kosti 80 lét­ust, væru bún­ir að krefjast þess að „kerfis­vill­urn­ar“ sem leiddu til brun­ans verði rann­sakaðar.

Sagði Williams að eft­ir­lif­end­urn­ir myndu ekki taka þátt í rann­sókn­inni verði hún ekki ít­ar­leg og leiði til þess að vitað verði hverj­ir beri ábyrgð.

„Þau geta ekki bara skoðað 14. júní, þegar að bygg­ing­in breytt­ist í hel­víti. Þau geta ekki gert það,“ sagði Williams. „Þau verða að skoða hvernig þau komu fram við íbú­ana í aðdrag­anda elds­voðans og þá lít­ilsvirðingu sem þau sýndu sam­fé­lag­inu hérna. Ann­ars breyt­ist ekk­ert.“

Í kjöl­far brun­ans sagði Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, að hann yrði rann­sakaður. Uppi eru áhyggj­ur um að rann­sókn­in muni ekki full­nægja kröf­um fórn­ar­lambanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert