Þúsundir mótmæltu í Lundúnum

AFP

Þúsund­ir manna tóku þátt í mót­mæla­göngu í Lund­ún­um í dag þar sem þess var kraf­ist að rík­is­stjórn Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, myndi segja af sér og að niður­skurði til al­menn­ingsþjón­ustu eins og lög­gæslu og heil­brigðis­kerf­is­ins yrði hætt.

Marg­ir voru með skilti og stóð m.a. á þeim „Ekki meiri niður­skurður“, „Niður­skurður kost­ar líf“ og „Burt með Íhalds­flokk­inn“.

Mót­mæl­end­urn­ir hitt­ust fyr­ir utan höfuðstöðvar breska rík­is­út­varps­ins þar sem fram fór mín­útu þögn til minn­ing­ar um fórn­ar­lömb elds­voðans í Gren­fell turn­in­um sem kostaði 80 manns lífið.

Þaðan var gengið að þing­hús­inu. Mót­mæl­in voru skipu­lögð dag­inn eft­ir brun­ann en stjórn­völd hafa verið gagn­rýnd harðlega eft­ir að hann átti sér stað. Er því haldið fram að hægt sé að tengja elds­voðann við sparnað í end­ur­gerð turns­ins á síðasta ári.

Mótmælendur við þinghúsið í Lundúnum.
Mót­mæl­end­ur við þing­húsið í Lund­ún­um. AFP
Jeremy Corbyn leiðtogi Verkalýðsflokksins var á staðnum og ávarpaði motmælendur.
Jeremy Cor­byn leiðtogi Verka­lýðsflokks­ins var á staðnum og ávarpaði mot­mæl­end­ur. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert