Aðgerðahópur taki yfir mál Grenfell

Grenfell-turninn er gjörónýtur eftir brunann. Treglega gengur að finna íbúum …
Grenfell-turninn er gjörónýtur eftir brunann. Treglega gengur að finna íbúum nýtt húsnæði. AFP

Sér­stak­ur aðgerðahóp­ur verður skipaður og lát­inn taka yfir stjórn á hlut­um Kens­ingt­on- og Chel­sea-hverf­anna í kjöl­far elds­voðans í Gren­fell Tower-blokk­inni. Borg­ar­ráð Kens­ingt­on og Chel­sea hef­ur sætt harðri gagn­rýni fyr­ir það hvernig tekið hef­ur verið á mál­um í kjöl­far elds­voðans, sem kostaði að minnsta kosti 80 manns lífið.

For­seti borg­ar­ráðs og fram­kvæmda­stjóri hafa báðir sagt af sér vegna máls­ins.

BBC seg­ir stjórn­völd nú hafa til­kynnt að sér­stak­ur aðgerðahóp­ur muni taka yfir hús­næðis­deild­ina sem og aðra sam­bæri­lega starf­semi borg­ar­stjórn­ar í hverf­inu.

„Það er ekki hægt að of­meta verk­efnið fram und­an,“ sagði Sajid Javid, aðal­rit­ari stjórn­ar borg­ar­ráða Lund­úna.

Of stórt verk fyr­ir eina stofn­un

El­iza­beth Cam­p­ell, sem var val­in nýr for­seti borg­ar­ráðs þessa borg­ar­hluta á mánu­dag, fagnaði til­kynn­ing­unni.

„Um­fang þessa at­viks ger­ir það að verk­um að það er ómögu­legt fyr­ir eina stofn­un að tak­ast á við það án aðstoðar,“ sagði Cam­p­ell. „Þess vegna var það mitt fyrsta verk að biðja stofn­un sam­fé­lags og sveit­ar­fé­laga um aðstoð (DCLG) og það gleður mig hve hratt þeir hafa brugðist við.“

Ekki ligg­ur enn fyr­ir hverj­ir muni skipa aðgerðahóp­inn, en BBC hef­ur eft­ir Norm­an Smith aðstoðarlög­reglu­stjóra að það muni skýr­ast á næstu vik­um.

Fáir hafa tekið íbúðum sem boðnar eru

Mik­il spenna ríkti á fundi Lund­úna­lög­reglu og dán­ar­dóm­stjóra með fórn­ar­lömb­um brun­ans í gær. Var fólk enn að leita upp­lýs­inga um ein­stak­linga sem saknað er eft­ir brun­ann og var það ósátt við að fá þær frétt­ir að rann­sókn og leit að fórn­ar­lömb­um kunni að standa yfir til árs­loka. Þá var lög­regla ít­rekað spurð hvers vegna eng­inn hefði enn verið hand­tek­inn vegna máls­ins.

Yf­ir­völd hafa til­kynnt að fyr­ir lok þessa dags eigi að vera búið að bjóða 139 fjöl­skyld­um þeirra sem misstu heim­ili sitt í brun­an­um nýja íbúð. Íbúar hafa hins veg­ar enn aðeins tekið boði um 14 íbúðir. Talsmaður lagamiðstöðvar North Kens­ingt­on, sem fer með mál rúm­lega 100 íbúa, seg­ir margt af því hús­næði sem fólki hafi verið boðið vera óhent­ugt.

Sid-Ali At­mani er einn þeirra. Hann seg­ir hús­næðið sem fjöl­skyld­unni hafi boðist hafa verið of lítið og of langt frá skóla dótt­ur sinn­ar.

„Þeir þurfa að fara að koma fram við okk­ur eins og fórn­ar­lömb, af virðingu og á viðeig­andi hátt,“ sagði At­mani í sam­tali við BBC. „Við erum orðin nafn­laus núm­er. Þetta er mjög svekkj­andi [...] á þrem­ur vik­um hafa þeir ekki fundið neina lausn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert