Fékk blásýrueitrun í brunanum

Blásýra er notuð í framleiðslu á sumu plasti og þegar …
Blásýra er notuð í framleiðslu á sumu plasti og þegar það brennur losnar hún út í andrúmsloftið. AFP

Að minnsta kosti einn íbúi í Gren­fell-turn­in­um í London sem lifði elds­voðann mikla af var greind­ur með blá­sýru­eitrun.

Þetta kem­ur fram í frétt BBC.

Sú sem um ræðir er hin tólf ára gamla Luana Gomes. Í kjöl­far elds­voðans fékk hún meðferð á sjúkra­húsi vegna eit­urgass. Talið er að gasið hafi mynd­ast er plastein­angr­un í fjöl­býl­is­hús­inu bráðnaði og brann. Móðir henn­ar og syst­ir fengu einnig meðferð vegna gruns um blá­sýru­eitrun.

Missti barn sitt

Móðirin var ólétt og kom­in sjö á mánuði á leið er eld­ur­inn kviknaði. Hún missti ófætt barn sitt í kjöl­farið.

Í frétt BBC seg­ir að áður hafi komið fram að þrír ein­stak­ling­ar hafi fengið meðferð vegna gruns um blá­sýru­eitrun. Þetta er í fyrsta skipti sem staðfest er að einn íbúi húss­ins fékk slíka eitrun. 

Andreia Gomes og dæt­ur henn­ar voru lagðar inn á Kings Col­l­e­ge-sjúkra­húsið eft­ir að hafa verið bjargað úr log­andi bygg­ing­unni. Þær voru svæfðar við kom­una þangað, seg­ir í frétt BBC. Móðirin var meðvit­und­ar­laus í fjóra daga, Luana í sex daga og syst­ir henn­ar, Meg­an, var haldið sof­andi í eina viku.

Í sjúkra­skýrslu Lu­önu seg­ir að hún hafi fengið meðferð vegna reyk­eitr­un­ar og áverka. Einnig kem­ur fram að hún hafi verið með blá­sýru­eitrun.

Roger Harra­bin, sér­fræðing­ur í um­hverf­is­mál­um, seg­ir að blá­sýru­eitrun sé nokkuð al­geng í elds­voðum þar sem blá­sýra sé í mörgu plasti og losni út í and­rúms­loftið þegar það brenn­ur.

„Þetta hljóm­ar drama­tískt því blá­sýra er þekkt eit­ur­vopn á okk­ar tím­um,“ seg­ir hann. 

Þeir sem fá blá­sýru­eitrun finna fyr­ir höfuðverkj­um, svima, eru ringlaðir og kasta upp. Ef eitr­un­in er mik­il og ekki meðhöndluð get­ur hún valdið dauða á stutt­um tíma. Sér­fræðing­ur sem BBC ræðir við seg­ir að dæmi séu um að fólk deyi inn­an nokk­urra sek­úndna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert