Einn lést í átökum í Egyptalandi

Lögreglan beitti táragasi á innrásarmennina og voru 10 handteknir í …
Lögreglan beitti táragasi á innrásarmennina og voru 10 handteknir í aðgerðinni sem kemur í kjölfarið á því að forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, fyrirskipaði herferð í þeim tilgangi að endurheimta land í eigu ríkisins sem hefur verið tekið af þeim með ólöglegum hætti. AFP

Einn maður lést og 59 særðust í átök­um sem brut­ust út þegar ör­ygg­is­sveit­ir færðu menn af eyj­unni Warraq sem þeir höfðu tekið eign­ar­námi en eyj­an er í ánni Níl í Egyptalandi. Abdel Fattah al-Sisi, for­seti Egypta­lands, er í miðri her­ferð sem miðar að því að end­ur­heimta eign­ir og land í eigu rík­is­ins sem hef­ur verið tekið með ólög­leg­um hætti. 

Heil­brigðisráðuneyti Egypta­lands staðfest­ir að einn maður hafi lát­ist og 19 særst í árás­inni. Þá grein­ir inn­an­rík­is­ráðuneytið frá að 37 lög­reglu­menn hafi slasast að störf­um þegar þeir fluttu fólkið á brott. Lög­regl­an beitti tára­gasi og 10 voru hand­tekn­ir í aðgerðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert