Borgarráð ábyrgt fyrir Grenfell-brunanum

Greint var frá því fyrr í dag að dúk­ur muni …
Greint var frá því fyrr í dag að dúk­ur muni hylja Gren­fell-turn­inn á meðan rann­sókn stend­ur yfir. AFP

Lund­úna­lög­regl­an tel­ur ástæðu til að ætla að hóp­mann­dráp (e. corporate mans­laug­hter) hafi verið framið þegar kviknaði í Gren­fell-turn­in­um í síðasta mánuði. Greindi lög­regla í dag íbú­um turns­ins frá að hún teldi ástæðu til að gruna að borg­ar­ráð eða þeir sem sáu um rekst­ur Gren­fell-turns­ins hefðu mögu­lega gerst sek­ir um glæp.

Talið er að um 80 manns hafi látið lífið þegar eld­ur kom upp í þess­um 24 hæða turni hinn 14. júní sl. og hann varð al­elda á skammri stundu.

BBC seg­ir að í bréfi sem lög­regla sendi íbú­um í dag komi fram að lagt hafi verið hald á mikið magn gagna.

„Eft­ir frum­rann­sókn á þeim upp­lýs­ing­um hef­ur yf­ir­maður þeirr­ar rann­sókn­ar til­kynnt borg­ar­ráði Kens­ingt­on og Chel­sea-hverf­is, sem og hús­næðisnæðis­nefnd hverf­is­ins, að ástæða sé til að gruna að stofn­un og bæj­ar­ráð hafi gerst sek um hóp­mann­dráp,“ sagði í bréf­inu.

Lund­úna­lög­regl­an sendi þá frá sér yf­ir­lýs­ingu í dag þar sem fram kem­ur að rann­sókn á eld­in­um sé flók­in og ít­ar­leg og að eðlis síns vegna muni taka lang­an tíma að ljúka henni.

„Lund­úna­lög­regl­an hef­ur skyld­ur gagn­vart þeim fjöl­skyld­um sem misstu ást­vini í eld­in­um og þeim sem lifðu brun­ann af, að halda þeim upp­lýst­um um fram­gang rann­sókn­ar­inn­ar að því marki sem við get­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. 

Breska lög­gjöf­in um hóp­mann­dráp kveður á um að þessi skil­grein­ing eigi aðeins við um stofn­an­ir, fé­lög eða fyr­ir­tæki og þess vegna sé ekki hægt að hand­taka neinn einn ein­stak­ling í tengsl­um við slíka kæru.

Greint var frá því fyrr í dag að dúk­ur myndi hylja Gren­fell-turn­inn meðan á rann­sókn stæði. Gert er ráð fyr­ir að hann verði sett­ur utan um vinnupalla á hús­næðinu í ág­úst. 

Bú­ist er við að rann­sókn á hús­næðinu sjálfu standi fram í nóv­em­ber þar sem fjöl­marg­ir leit­ar­sér­fræðing­ar vinna meðal ann­ars að því að finna fórn­ar­lömb elds­voðans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert