43 fengu lífstíðardóm

Mohamed Morsi, fyrrverandi forseti Egyptalands bak við rimlanna í réttarsalnum …
Mohamed Morsi, fyrrverandi forseti Egyptalands bak við rimlanna í réttarsalnum í Karíó. Lífstíðardómur yfir Morsi var staðfestur fyrir helgi. AFP

43 manns voru í dag dæmd­ir til lífstíðarfang­elsis­vist­ar eft­ir að dóm­ur féll í hóprétt­ar­höld­um í Egyptalandi í dag. Hundruð manna til viðbót­ar fengu ára­langa dóma að því er greint er frá á frétta­vef BBC.

Tæp­lega 500 manns voru ákærð fyr­ir glæpi vegna óeirðanna sem fylgdu í kjöl­far þess að Mohammed Morsi for­seta Egypta­lands var steypt af stóli 2013.

300 af þeim sem réttað var yfir í dag fengu fang­elsi­dóma á sem eru á bil­inu 5-15 ára lang­ir.

54 voru sýknaðir af ákær­un­um, m.a. hinn írski Ibra­him Halawa. Halawa var 17 ára þegar hann var hand­tek­inn og seg­ist hafa sætt pynt­ing­um þau fjög­ur ár sem hann hef­ur setið í fang­elsi.

Banda­ríkjamaður­inn  Ah­med Et­iwy, er í hópi þeirra sem hluti 5 ára dóm.

Ákær­urn­ar voru sak­born­ing­arn­ir voru ákærðir um voru fyr­ir fjöl­breytt úr­val brota, m.a. fyr­ir morð á 44 ein­stak­ling­um, inn­brot í mosku og fyr­ir að vera með skot­vopn í fór­um sín­um.

Hundruð mót­mæl­enda og tug­ir ör­ygg­is­lög­reglu­manna lét­ust þegar ör­ygg­is­lög­regl­an stöðvaði mót­mæla­fundi sem handn­ir voru til stuðnings Morsi. Yf­ir­völd hófu mánuðina á eft­ir her­ferð gegn stuðnings­mönn­um for­set­ans fyrr­ver­andi og sam­tak­anna Mús­límska bræðralags­ins, sem for­set­inn var fé­lagi í og sem yf­ir­völd í Egyptalandi skil­greindu í kjöl­farið sem hryðju­verka­sam­tök.

Þúsund­ir manna hafa verið hand­tekn­ar eft­ir að Morsi var steypt af stóli.

Mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal hafa sagt hóprétt­ar­höld­in vera „full­kom­lega smán­ar­lega“ sýnd­araðgerð. Segja sam­tök­in að úr hópi 330 þeirra sem ákærðir voru, sé aðeins að finna sann­an­ir gegn tveim­ur þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert