Mafían jafnvel á bak við morðið

AFP

Mögu­lega eru tengsl milli morðsins á malt­neska rann­sókn­ar­blaðamann­in­um Dap­hne Car­u­ana Galizia og rann­sókn­ar ít­alskra yf­ir­valda á ólög­legu smygli á eldsneyti, seg­ir sak­sókn­ari á Ítal­íu. 

Car­melo Zuccaro, yf­ir­sak­sókn­ari á Sikiley, sem leiðir rann­sókn­ina á eldsneyt­iss­mygl­inu, seg­ir í viðtali við Guar­di­an að ekki sé hægt að úti­loka þann mögu­leika. Að ein­hverj­ir þeirra manna sem væru til rann­sókn­ar, en rann­sókn­in nær til Líb­ýu, Möltu og Ítal­íu og er tal­in tengj­ast skipu­lagðri glæp­a­starf­semi á Sikiley, gætu staðið á bak við morðið á Car­u­ana Galizia. Líkt og fram hef­ur komið á mbl.is lést hún þegar bíll henn­ar var sprengd­ur í loft upp í síðustu viku.

AFP

Zuccaro seg­ir að Car­u­ana Galizia hafi unnið að grein­um um eldsneyt­iss­myglið milli Líb­ýu og Möltu hér áður. Þar hafi nokkr­ir þeirra sem koma fyr­ir í rann­sókn hans verið nafn­greind­ir.

Rann­sókn­in á eldsneyt­iss­mygl­inu, en um marga tuga millj­óna evra (um fjög­urra millj­arða króna) viðskipti er að ræða, hef­ur staðið yfir í nokkra mánuði. Dag­inn eft­ir morðið á Car­u­ana Galizia hand­tók ít­alska lög­regl­an nokkra ein­stak­linga sem tengj­ast smygl­inu en eng­inn þeirra hef­ur verið form­lega sakaður um aðild að morðinu.

Malt­verj­inn Dar­ren De­bono var hand­tek­inn á ít­ölsku eyj­unni Lam­pedusa á föstu­dag og ákærður fyr­ir aðild að smygl­inu sem talið er tengj­ast her­for­ingj­um í her Líb­ýu. Eldsneyti fyr­ir tugi millj­óna evra hef­ur verið smyglað frá Líb­ýu inn á evr­ópska markaði.

De­bono hef­ur ekki verið sakaður um aðild að morðinu en ekki ligg­ur ljóst fyr­ir hversu lengi hann hafði dvalið á Lam­pedusa áður en hann var hand­tek­inn né held­ur hvernig hann kom þangað.

AFP

Lög­regl­an á Möltu seg­ist vera að rann­saka alla mögu­lega þræði tengda morðinu á blaðakon­unni og hef­ur verið í sam­bandi við ít­ölsku lög­regl­una frá því De­bono var hand­tek­inn.

De­bono, sem er fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður, er meðal þeirra sem varð fyr­ir barðinu á Car­u­ana Galizia og rann­sókn­um henn­ar. Í grein sem hún birti á bloggi sínu í fe­brú­ar 2016 kom fram að De­bono, sem ætti veit­ingastað og út­gerð, væri í mikl­um viðskipt­um við Líb­ýu.

Hún sagðist hafa fengið hót­an­ir í tölvu­pósti frá ætt­ingja De­bono sem átti að vera ósátt­ur við um­fjöll­un henn­ar um starf­semi fjöl­skyld­unn­ar. Car­u­ana Galizia skrifaði á blogg sitt að De­bono ætti á hættu að vera sprengd­ur upp eft­ir að tveir aðrir út­gerðar­menn, sem ættu í viðskipt­um í Líb­ýu, voru sprengd­ir upp í bif­reiðum sín­um.

Til­raun­ir ít­alska sak­sókn­ar­ans til að fá maltensk yf­ir­völd til sam­starfs hafa ekki borið ávöxt, sam­kvæmt frétt Guar­di­an. Alþjóðlegri beiðni um upp­lýs­ing­ar frá lög­regl­unni á Möltu hef­ur ekki enn verið svarað en beiðnin var send fyr­ir einu og hálfu ári. Zuccaro seg­ir að Malta sé griðland fyr­ir mafíósa af öllu tagi.

AFP

Sam­kvæmt gögn­um máls­ins var eldsneyt­inu smyglað frá olíu­hreins­un­ar­stöð í Zawyia í Líb­ýu með viðkomu á Möltu en þaðan var eldsneytið flutt til Ítal­íu, Spán­ar og Frakk­lands.

Fahmi Bin Khalifa, sem er bú­sett­ur á Möltu, var hand­tek­inn í Trípólí í ág­úst og er talið hann sé höfuðpaur­inn í glæpa­hringn­um. Sak­sókn­ari seg­ir að Bin Khalifa hafi verið fang­elsaður í Líb­ýu í valdatíð Gaddafí en hafi verið lát­inn laus við dauða ein­ræðis­herr­ans.

Sak­sókn­ara­embættið á Sikiley tel­ur að hann hafi orðið leiðtogi hernaðarsam­taka sem eru með tengsl inn í olíu­fé­lag líb­ýska rík­is­ins og hafi smyglað vopn­um og fólki milli landa. Auk ol­íu­smygls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert