Gagnaleki um þá ríku í vændum

Í fyrra var það Mossack Fonseca en nú er það …
Í fyrra var það Mossack Fonseca en nú er það Appleby.

Fjár­hags­upp­lýs­ing­ar marga af rík­ustu ein­stak­ling­um heims verða birt­ar á op­in­ber­um vett­vangi í kjöl­far stuld­ar á gögn­um úr tölvu­fyr­ir­tæki lög­manns­stof­unn­ar App­le­by.

Sam­kvæmt frétt Tel­egraph var brot­ist inn í tölvu­kerfi lög­manns­stof­unn­ar á Bermuda ný­verið. App­le­by seg­ist eiga von á því að gögn­in verði birt þar sem fjöl­miðlasam­tök sem birtu Panama-skjöl­in höfðu haft sam­band við stof­una.

Um er að ræða alþjóðlegu sam­tök­in In­ternati­onal Consorti­um of In­vestigati­ve Journa­lists (ICIJ) og tengd­ir fjöl­miðla. App­le­by seg­ist hafa farið yfir gögn­in og í þeim sé ekk­ert að finna um að lög hafi verið brot­in, hvorki af hálfu stof­unn­ar né viðskipta­vina henn­ar. 

App­le­by seg­ir að þó svo ein­hver haldi því fram að lög hafi verið brot­in þá sé það ekki rétt og að stof­an sé reiðubú­in til sarm­starfs við rétt­mæt yf­ir­völd verði farið í rann­sókn á gögn­un­um.

Í frétt Tel­egraph kem­ur fram að brot­ist hafi verið inn í tölvu­kerfi App­le­by í fyrra. 

Ekk­ert hef­ur verið fjallað um gögn­in í fjöl­miðlum en ICIJ stóð á bak við frétta­vinnslu upp úr Panama-skjöl­un­um í fyrra. Sam­kvæmt forsíðufrétt Tel­egraph er von á því að upp­lýs­ing­ar um fjár­mál margra af rík­ustu ein­stak­ling­um heims verði vænt­an­lega birt­ar. Þar á meðal séu ein­hverj­ir af rík­asta fólki Bret­lands. Það fólk sé þegar farið að und­ir­búa sig und­ir frétt­irn­ar með því að ráða al­menna­tengsla­fyr­ir­tæki og lög­menn til að starfa til að vernda orðspor sitt.

Frétt­irn­ar verði vænt­an­lega birt­ar á næstu dög­um upp úr gögn­um App­le­by.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert