11.000 í andlegum erfiðleikum eftir brunann

Rústir Grenfell-turnsins blasa enn við íbúum í Norður-Kensington og fyrir …
Rústir Grenfell-turnsins blasa enn við íbúum í Norður-Kensington og fyrir marga íbúa er erfitt að vera stöðugt minntir á brunann og afleiðingar hans. AFP

Allt að 11.000 manns kunna að eiga við geðræn­an vanda að etja í kjöl­far brun­ans í Gren­fell-turn­in­um í júní á þessu ári, en talið er að um 80 manns hafi látið lífið í eld­in­um.

Sky-frétta­stof­an seg­ir rúm­lega 1.000 manns þegar hafa leitað til hem­ils­lækn­is í kjöl­far erfiðleika sem tengj­ast brun­an­um og sér­fræðing­ar telja þúsund­ir til viðbót­ar eiga við vanda að etja.

„Ég held að þetta sé eitt stærsta meðferðar­verk­efni sem tek­ist hef­ur verið á við í Evr­ópu í geðheil­brigðismál­um,“ sagði dr. John Green geðlækn­ir sem hef­ur yf­ir­um­sjón með verk­efn­inu „Það hef­ur aldrei verið neitt á þess­um skala áður.“

Rúm­lega 1.300 manns hafa þegar leitað sér aðstoðar vegna áfall­a­streiturösk­un­ar eða and­legra erfiðleika í kjöl­far brun­ans. 200 heil­brigðis­starfs­menn vinna nú að því að banka á dyr hjá fólki í hverf­inu sem kann að eiga í erfiðleik­um vegna brun­ans, en ekki er bú­ist við því að all­ir sem eru hjálp­arþurfi leiti sér aðstoðar.

Frétta­stofa Sky sjón­varps­stöðvar­inn­ar ræddi við Rajaa sem kom á fót eig­in stuðnings­hóp, en hún seg­ir marga íbúa vantreysta rík­inu og þiggi því ekki aðstoð frá heil­brigðis­yf­ir­völd­um. Sjálf missti hún frænku sína og fjöl­skyldu henn­ar í eld­in­um.

„Þau dóu í bygg­ingu sem hefði ekki átt að geta brunnið á þann hátt sem hún gerði. Þetta er nokkuð sem við þurf­um að lifa með og það vek­ur manni ótta,“ sagði Rajaa. Hún horf­ir á rúst­ir Gren­fell turns­ins út um svefn­her­berg­is­glugg­ann heima hjá sér og seg­ir það erfiða sýn.

„Þetta er erfitt fyr­ir fjöl­skyldu okk­ar og stund­um brotn­ar mamma niður og græt­ur. Þetta var bróðir henn­ar, mág­kona henn­ar og bræðrabörn.“

Töl­ur sína að einn af hverj­um fimm full­orðnum og eitt af hverj­um þrem­ur börn­um hafa neitað að þiggja sál­fræðiaðstoð breskra heil­brigðis­yf­ir­valda vegna brun­ans.

Rajaa, sem er náms­ráðgjafi, setti því á fót eig­in stuðnings­hóp. „Mig langaði að hjálpa til – þetta er mín leið að bata,“ seg­ir Rajaa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert