Kennsl borin á alla sem létust í Grenfell

Eldur kviknaði í turninum 14. júní í sumar.
Eldur kviknaði í turninum 14. júní í sumar. AFP

Breska lög­regl­an seg­ir að búið sé að finna og bera kennsl á alla sem létu lífið þegar eld­ur kviknaði í Gren­fell-há­hýs­inu í London í júní. Bygg­ing­in gjör­eyðilagðist í brun­an­um og að sögn lög­reglu lét 71 lífið. 

Meðal þeirra sem lét­ust er ung­barn sem fædd­ist and­vana á sjúkra­húsi 14. júní, dag­inn sem eld­ur­inn braust út í turn­in­um sem taldi 24 hæðir. 

Victoria King og dótt­ir henn­ar, Al­ex­andra Atala, eru þær síðustu sem kennsl voru bor­in á með form­leg­um hætti. Þetta kem­ur fram á vef BBC.

Lög­regl­an seg­ist bjóða ætt­ingj­um og öðrum sem syrja látna ást­vini all­an þann stuðning sem í boði er.

„Það hef­ur verið skýrt frá upp­hafi, að það hef­ur verið for­gangs­mál hjá okk­ur að finna alla þá sem lét­ust, bera kennsl á þá og koma þeim aft­ur í hend­ur ætt­ingja,“ sagði lög­reglu­stjór­inn Stu­art Cun­dy. 

„Teymi sér­fræðinga, sem hafa verið að störf­um í Gren­fell-turn­in­um og í lík­hús­inu, hafa aukið get­una því sem var áður vís­inda­lega hægt til að bera kennsl á fólk,“ seg­ir Cun­dy.

Hann bæt­ir við að hann hefði í fyrstu, eft­ir að hafa heim­sótt turn­inn sjálf­ur, talið nær óger­legt að finna og sækja lík allra sem lét­ust, og bera á þau kennsl. 

„Ég veit að hver og einn liðsmaður teym­is­ins gerði allt sem í hans valdi stóð til að gera þetta að veru­leika.“

Í júní var lög­regl­an með lista yfir 400 manns sem var saknað. Hluti þeirra var skráður und­ir mis­mund­andi nöfn­um eða nöfn þeirra mis­rituð. Í einu til­felli var einn ein­stak­ling­ur skráður 46 sinn­um. 

Mik­il vinna fór í að rann­saka og finna alla þá sem var saknað. Þeirri vinnu lauk aðeins fyr­ir nokkr­um vik­um að sögn lög­reglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert