Rannsaka mannshvarf í Noregi

Janne Jemtland bjó í útjaðri bæjarins Brumunddal.
Janne Jemtland bjó í útjaðri bæjarins Brumunddal.

Lög­regl­an í Nor­egi leit­ar enn að Janne Jemt­land, tveggja barna 36 ára móður, sem ekk­ert hef­ur spurst til eft­ir að hún yf­ir­gaf heim­ili sitt aðfaranótt 29. des­em­ber. Blóð hef­ur fund­ist við leit­ina, nú síðast í dag.

Lög­regl­an fann fyrst blóð í gær sem talið er vera úr Jemt­land. Í dag fannst meira blóð í ná­grenni veg­ar í bæn­um Brumund­dal, norður af Ósló. 

Janne Jemtland er 36 ára gömul. Hennar hefur verið saknað …
Janne Jemt­land er 36 ára göm­ul. Henn­ar hef­ur verið saknað í viku.

Bróðir Jemt­land seg­ist í sam­tali við VG hafa fengið send snapchat­skila­boð frá syst­ur sinni er hún var í jóla­boði þetta kvöld. Þá hafi hún verið hress og kát. Hann hafi sjálf­ur sent henni skila­boð en hún ekki opnað þau. 

„Þetta er svo óraun­veru­legt,“ seg­ir bróðir­inn, Terja Oph­eim. „Maður hef­ur heyrt um svona áður en nú er maður að upp­lifa þetta sjálf­ur.“

Vika er nú liðin frá því að fjöl­skyld­an til­kynnti hvarf Jemt­land. Eng­inn hef­ur séð hana frá því hún yf­ir­gaf jóla­boð í sam­komu­húsi 4. dag jóla ásamt eig­in­manni sín­um. Vitað er að hún fór heim til sín þaðan um klukk­an tvö um nótt­ina. Eng­in merki bár­ust frá síma henn­ar fyrr en um 5.30 um morg­un­inn.

Lög­regl­an mun nú rann­saka bet­ur svæðið þar sem blóðið fannst, að því er fram kem­ur í frétt Af­ten­posten. Hund­ar verða m.a. notaðir við leit­ina. Í frétt­inni kem­ur fram að lög­regl­an hafi m.a. skoðað þá kenn­ingu að ekið hafi verið á Jemt­land. Blóðið sem fund­ist hef­ur síðustu daga gæti stutt við þá kenn­ingu.

„Þetta er engu að síður aðeins ein af þeim kenn­ing­um sem við erum að vinna með,“ seg­ir rann­sókn­ar­lög­reglumaður­inn André Lillehovde van der Eynd­en í sam­tali við Af­ten­posten. Hann seg­ir blóðið í báðum til­vik­um hafa fund­ist við veg­inn. 

Eft­ir blóðfund­inn er málið nú rann­sakað sem saka­mál.

„Við lif­um enn í þeirri von að hún finn­ist á lífi,“ sagði bróðir henn­ar í sam­tali við NRK. „En það er erfitt að fá upp­lýs­ing­ar um blóðfund­inn.“

google
google google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert