Biðu í sólarhring með leit að Jemtland

Janne Jemtland býr í smábænum Brumunddal í Noregi. Hennar hefur …
Janne Jemtland býr í smábænum Brumunddal í Noregi. Hennar hefur verið saknað í tíu sólarhringa.

Eig­inmaður hinn­ar norsku Janne Jemt­land, sem hvarf spor­laust aðfaranótt 29. des­em­ber, til­kynnti hvarfið dag­inn eft­ir. Lög­regl­an beið hins veg­ar í sól­ar­hring með að hefja leit að henni. Ekk­ert hef­ur til henn­ar spurst í tíu daga.

Á blaðamanna­fundi sem lög­regl­an hélt í há­deg­inu í dag kom fram að eng­ar nýj­ar vís­bend­ing­ar hefðu komið fram við rann­sókn máls­ins. Eng­inn lægi und­ir grun um að hafa skaðað Jemt­land eða vita hvar hún er niður­kom­in.

Jemt­land er 36 ára tveggja barna móðir. Hún var í jóla­boði á fjórða degi jóla og fór þaðan í leigu­bíl ásamt eig­in­manni sín­um að heim­ili þeirra í bæn­um Brumund­dal um klukk­an tvö um nótt­ina. Hún er tal­in hafa yf­ir­gefið heim­ilið skömmu síðar.

Íslensk­ur prest­ur starfar í Brumund­dal. Sjá viðtal við hann vegna máls­ins hér.

Fjar­skiptaturn í miðbæ Brumund­dal, í um 12 kíló­metra fjar­lægð frá heim­ili henn­ar, nam merki frá farsíma henn­ar um klukk­an hálf­sex um morg­un­inn. Lög­regl­an seg­ir ekki hægt að greina út frá því ná­kvæm­lega hvar Jemt­land var stödd á þeim tíma.

Í síðustu viku fann maður sem var á göngu með hund sinn spor og lét lög­reglu vita. Á fimmtu­dag fannst svo blóð og á laug­ar­dag fannst meira blóð í um kíló­metra fjar­lægð frá fyrri fund­arstaðnum. Í báðum til­vik­um fannst blóð skammt frá vegi. Staðfest hef­ur verið að blóðið er úr Jemt­land.

Mikið hef­ur snjóað á svæðinu síðustu daga sem ger­ir leit að vís­bend­ing­um enn erfiðari.

„Jann­ei Jemt­land er enn saknað. Við von­umst enn til að finna hana á lífi,“ sagði André Lillehovde van der Eynd­en, sak­sókn­ari lög­regl­unn­ar, á blaðamanna­fundi í dag. 

Vill svör frá lög­regl­unni

Í frétt VG seg­ir að eig­inmaður Jemt­land hafi til­kynnt hvarf henn­ar klukk­an 9.29 að morgni laug­ar­dags­ins 30. des­em­ber. Þá var liðinn sól­ar­hring­ur frá því hún hvarf. Lög­regl­an mat það svo að ekki væri brýnt á þeim tíma­punkti að hefja leit. Dag­inn eft­ir seg­ist hún hafa fengið sím­tal sem varð til þess að ákveðið var að hefja um­fangs­mikla leit þegar í stað.

Það liðu því um tveir sól­ar­hring­ar frá hvarfi Jemt­land þar til farið var að leita að henni. 

Lög­regl­an staðfesti á blaðamanna­fund­in­um að eig­inmaður­inn hefði spurt hvers vegna leit­in hefði ekki haf­ist um leið og hvarf henn­ar var til­kynnt. Verið væri að fara yfir það hjá lög­regl­unni.

Frétt norska rík­is­sjón­varps­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert