Staðfesta að líkið er af Jemtland

Lík Janne fannst í ánni Glomma, 15 dögum eftir að …
Lík Janne fannst í ánni Glomma, 15 dögum eftir að hún hvarf frá heimili sínu.

Lög­regl­an í Nor­egi hef­ur staðfest að lík sem fannst í ánni Glomma á laug­ar­dag er lík Janne Jemt­land.

18 dag­ar eru frá því að Jemt­land hvarf frá heim­ili sínu í Brumund­dal, litlu bæj­ar­fé­lag inni í landi, mitt á milli Ham­ars og Lillehammer.

Eig­inmaður Jemt­land var í gær úr­sk­urðaður í fjög­urra vikna gæslu­v­arðhald, grunaður um að hafa myrt eig­in­konu sína. Hann vísaði lög­regl­unni á líkið, en neit­ar að hafa valdið dauða henn­ar. 

Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni sem gef­in var út í dag kem­ur fram að dánar­or­sök eru ekki kunn og að end­an­leg­ar niður­stöður krufn­ing­ar liggi ekki fyr­ir.

Hjón­in eiga tvö börn og eru þau nú í um­sjá barna­vernd­ar.

Frétt norska rík­is­út­varps­ins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert