Sakaður um að granda MH17

Brak úr MH17-farþegaþotunni. Rússar sögðu Vladyslav Voloshyn bera ábyrgð á …
Brak úr MH17-farþegaþotunni. Rússar sögðu Vladyslav Voloshyn bera ábyrgð á flauginni sem grandaði þotunni, en hann hafnaði þeim fullyrðingum alla tíð. Alþjóðasérfræðingar eru þeirrar skoðunar að flaugin hafi verið rússnesk. AFP

Úkraínski herflugmaður­inn, sem Rúss­ar kenndu um að hafa hafa grandað MH17, farþegaþotu Malaysi­an Arlines-flug­fé­lags­ins, yfir Úkraínu árið 2014, er lát­inn. Úkraínsk­ir fjöl­miðlar segja hann hafa tekið eigið líf.

Úkraínsk­ir fjöl­miðlar greindu frá þessu í dag, en flugmaður­inn og höfuðsmaður­inn Vla­dyslav Vo­los­hyn hafði alla tíð sagt ásak­an­ir rúss­neskra yf­ir­valda vera lygi að því er BBC grein­ir frá. Hol­lenska sam­göngu­slysa­nefnd­in komst líka að þeirri niður­stöðu, flug­skeytið hafi verið rúss­neskt og því hafi verið skotið upp frá yf­ir­ráðasvæði upp­reisn­ar­manna í Úkraínu.  

Úkraínu­menn lýstu Vo­los­hyn sem stríðshetju, en hann hafði farið í 33 árás­ar­ferðir gegn upp­reisn­ar­mönn­um í aust­ur­hluta Úkraínu og hafði hlotið orðu fyr­ir hug­prýði. Hann var 29 ára er hann lést.

Und­an­farið hafði Vo­los­hyn haft yf­ir­um­sjón með flug­vell­in­um í borg­inni My­kolaiv í Úkraínu eft­ir að hann hætti í hern­um. Hann hafði að sögn fjöl­skyldu sinn­ar þjáðst af þung­lyndi.

Í yf­ir­lýs­ingu, sem lög­regl­an í My­kolaiv birti á Face­book-síðu sinni, er láti Vo­los­hyn lýst sem sjálfs­vígi, en að það sé engu að síður rann­sakað sem mögu­legt morð. Skot­vopn frá hern­um fannst á vett­vangi og er það nú til rann­sókn­ar hjá tækni­deild.

Töldu flug­leiðina ör­ugga þrátt fyr­ir átök

MH17, farþegaþotan, var skot­in niður yfir átaka­svæði í aust­ur­hluta Úkraínu, með 298 farþega og áhöfn inn­an­borðs. Flest­ir farþeg­anna vor hol­lensk­ir en vél­in var á leið frá Amster­dam til Kuala Lump­ur.

Fjöldi alþjóðlegra flug­fé­laga hélt áfram að fljúga sína hefðbundnu flug­leið yfir svæðið eft­ir að átök hóf­ust þar og töldu flug­leiðina ör­ugga þó að upp­reisn­ar­menn hefðu skotið niður nokkr­ar úkraínsk­ar þotur.

Rúss­nesk yf­ir­völd full­yrtu ekki bara að það hefði verið flug­vél Vo­los­hyn sem skaut farþegaþot­una niður, held­ur sögðu þau einnig að flaug­in sem notuð var hefði verið úkraínsk.

Alþjóðasér­fræðing­ar og hol­lenska sam­göngu­slysa­nefnd­in hafnaði hins veg­ar full­yrðing­um Rússa og sagði sann­an­irn­ar benda til þess að upp­reisn­ar­menn eða rúss­nesk her­sveit hefðu sent hina rúss­nesku flaug á loft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert