„Sársaukinn er óbærilegur“

Yvette Williams og Clarrie Mendy misstu frænkur sínar, mæðgurnar Mary …
Yvette Williams og Clarrie Mendy misstu frænkur sínar, mæðgurnar Mary Mendy og Khadija Saye í brunanum. AFP

Marcio og Andreia Gomes voru bú­sett á 22. hæð í Gren­fell-turn­in­um í London. Andreia var geng­in sjö mánuði á leið með þeirra fyrsta barn þegar eld­ur kviknaði í ís­skáp í einni íbúð bygg­ing­ar­inn­ar. Eld­ur­inn breidd­ist hratt út og galli í upp­bygg­ingu há­hýs­is­ins leiddi til þess að húsið varð fljótt al­elda. Marcia og Andreia náðu að forða sér úr eld­haf­inu. Nokkr­um dög­um seinna fædd­ist son­ur þeirra and­vana. „Hann átti að verða of­ur­stjarn­an mín,“ sagði Marcio.

Andreia og Marcio Gomes áttu von á sínu fyrsta barni …
Andreia og Marcio Gomes áttu von á sínu fyrsta barni þegar elds­voðinn í Gren­fell-turn­in­um átti sér stað. Þeim tókst að flýja úr íbúð sinni á 22. hæð en nokkr­um dög­um seinna fæddi Andrei and­vana son þeirra. AFP

Hann greindi frá reynslu hjón­anna af elds­voðanum í júní í fyrra við upp­haf op­inn­ar rann­sókn­ar á elds­voðanum í dag. Rann­sókn­in er hluti af stærri rann­sókn sem stend­ur yfir á or­sök­um og af­leiðing­um elds­voðans þar sem 72 létu lífið.

Ætt­ingj­um hinna látna gefst kost­ur á að minn­ast ást­vina sinna með því að segja þeirra sögu í þess­um hluta rann­sókn­ar­inn­ar. Þeim er frjálst að tala eins lengi og þau vilja og birta mynd­ir og mynd­skeið með frá­sögn sinni. Áður en frá­sagn­irn­ar hóf­ust fór sam­einuðust viðstadd­ir í þögn í 72 sek­únd­ur þar sem hver sek­únda var til­einkuð hverju fórn­ar­lambi elds­voðans.

Allt var til­búið fyr­ir komu son­ar­ins

Son­ur Marcio og Andreia fékk nafnið Log­an. „Hann var svo friðsæll, sof­andi eng­ill­inn okk­ar,“ sagði Marcio, sem lýsti því hvernig allt var til­búið fyr­ir komu son­ar­ins og þeirr­ar spennu sem mynd­ast hafði hjá for­eldr­un­um til­von­andi. Þá þakkaði hann fyr­ir styrk eig­in­konu sinn­ar og sagði að án henn­ar væri hann lík­lega ekki hér í dag.

„Fallegi sofandi engillinn okkar,“ skrifuðu Gomes-hjónin um soninn sem fæddist …
„Fal­legi sof­andi eng­ill­inn okk­ar,“ skrifuðu Gomes-hjón­in um son­inn sem fædd­ist and­vana, nokkr­um dög­um eft­ir brun­ann. Skjá­skot/​Youtu­be

Fjöl­skylda ljós­mynd­ar­ans Khadija Saye og móður henn­ar, Mary Men­dy, sögðu frá missin­um þegar mæðgurn­ar lét­ust í elds­voðanum. „Sárs­auk­inn er óbæri­leg­ur. Það er ekki hægt að lýsa tóm­leik­an­um í hjört­um okk­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frænku Khadija, sem var les­in upp.

Milli frá­sagna veittu ætt­ingjarn­ir hver öðrum stuðning, hug­hreystu og föðmuðu. Með því að segja sína sögu von­ast ætt­ingjarn­ir til að fá skýr­ari svör um hvað gerðist ná­kvæm­lega í elds­voðanum og af hverju það gerðist.

Mart­in Moore-Bick, dóm­ari á eft­ir­laun­um sem hef­ur um­sjón með rann­sókn­inni, ávarpaði ætt­ingj­ana sem greindu frá reynslu sinni í dag og þá sem á hlýddu. Hann sagði elds­voðann vera einn mesta harm­leik sem hentu hef­ur borg­ina frá lok­um seinni heimstyrj­ald­ar­inn­ar. „En ég vona að minn­ing­ar um fyrri ham­ingju­stund­ir, sam­veru­stund­ir og gleðistund­ir muni tempra sorg­ina.“

Martin Moore-Bick stýrir rannsókninni á eldsvoðanum í Grenfell-turni sem varð …
Mart­in Moore-Bick stýr­ir rann­sókn­inni á elds­voðanum í Gren­fell-turni sem varð í júní í fyrra. AFP

Fjöl­skyld­ur fimm fórn­ar­lamba elds­voðans deildu sinni sögu í dag og hér má sjá mynd­skeið með öll­um frá­sögn­un­um: 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert