Flugskeytið í eigu rússneska hersins

Farþegaþota Malaysia Airlines MH17 rifnaði í sundur yfir lofthelgi Úkraínu …
Farþegaþota Malaysia Airlines MH17 rifnaði í sundur yfir lofthelgi Úkraínu er hún varð fyrir flugskeyti. AFP

Flug­skeytið sem grandaði farþegaþotu Malaysia Air­lines flug­fé­lags­ins yfir aust­ur­hluta Úkran­íu í júlí 2014 var í eigu rúss­neskr­ar her­deild­ar. Þetta full­yrðir hol­lenska rann­sókn­art­eymið sem rann­sakaði at­vikið. BBC grein­ir frá.

Áður hef­ur komið fram að flug­skeytið hafi verið rúss­neskr­ar gerðar, en þetta er í fyrsta skipti sem rann­sak­end­ur staðhæfa að það hafi verið í eigu rúss­neska hers­ins. Er það sagt hafa komið frá her­sveit sem er með bækistöð sína í vest­ur­hluta Rúss­lands.

Alls lét­ust 298 manns sem voru um borð í Boeing 777 vél­inni er hún rifnaði í sund­ur í loft­helg­inni yfir Úkraínu á leiðinni frá Amster­dam til Kuala Lump­ur.

Flug­skeyt­inu var skotið á loft yfir svæði upp­reisn­ar­manna í Úkraínu og hafa rúss­nesk yf­ir­völd full­yrt að ekk­ert þeirra vopna hafi verið notað til verks­ins.

„Öll öku­tæki í bíla­lest­inni sem bar flug­skeytið til­heyrðu rúss­neska hern­um,“ sagði einn rann­sak­end­anna, Wil­bert Paulis­sen, við frétta­menn í dag. Því næst ít­rekaði hann þá niður­stöðu rann­sókn­art­eym­is­ins að farþegaþotan hefði verið skot­in niður af rúss­nesku Buk flug­skeyti og að það hefði komið frá 53. her­deild­inni í Kursk.

Þá birti hann einnig mynd­ir af sam­fé­lags­miðlum sem rann­sak­end­ur segja rekja leiðina sem flug­skeyta­lest­in fór á leið sinni til Aust­ur-Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert