Saka Rússa formlega um að bera ábyrgð

298 manns létust þegar henni var grandað í júlí árið …
298 manns létust þegar henni var grandað í júlí árið 2014. AFP

Yf­ir­völd í Hollandi og Ástr­al­íu hafa form­lega sett fram ásak­an­ir á hend­ur Rúss­um um að þeir beri ábyrgð á því að hafa grandað MH17, farþegaþotu Malaysia Air­lines, yfir aust­ur­hluta Úkraínu í júlí árið 2014. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem yf­ir­völd í Hollandi sendu frá sér fyrr í dag, en mögu­leiki er á því ásak­an­irn­ar leiði til máls­höfðunar. AFP-frétta­stof­an grein­ir frá.

Lönd­in tvö „telja Rússa bera ábyrgð og eiga hlut­deild í því að vél­inni var grandað“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá hol­lensku rík­is­stjórn­inni.

Í gær var greint frá því að hol­lenska rann­sókn­art­eymið sem ranna­sakaði at­vikið hefði kom­ist að því að flug­skeytið sem grandaði vél­inni hefði verið í eigu rúss­neskr­ar her­deild­ar. Áður hafði komið fram að flug­skeytið hefði verið rúss­neskr­ar gerðar. Alls lét­ust 298 manns sem voru um borð í Boeing 777 vél­inni er hún rifnaði í sund­ur í loft­helg­inni yfir Úkraínu á leiðinni frá Amster­dam til Kuala Lump­ur.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert