Reyndi að svíkja út fé vegna Grenfell-brunans

Það sem eftir er af Grenfell-turninum í vesturhluta Lundúna.
Það sem eftir er af Grenfell-turninum í vesturhluta Lundúna. AFP

Karl­maður var dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi í dag fyr­ir svik, en hann hafði haldið því rang­lega fram að faðir hans hefði verið í hópi þeirra sem lét­ust í elds­voðanum í Gren­fell Tower í júní í fyrra.

71 lést í brun­an­um í Gren­fell Tower, sem kviknaði út frá biluðum ís­skáp á fjórðu hæð þessa 24 hæða fjöl­býl­is­húss 14. júní í fyrra.

Mohammad Gamoota játaði sekt sína og viður­kenndi að hann hefði fengið 500 pund í reiðufé og and­virði rúm­lega 1.250 punda í hót­elg­ist­ingu og her­berg­isþjón­ustu. Þá reyndi hann án ár­ang­urs að fá 4.500 pund til viðbót­ar í fjár­hagsaðstoð vegna brun­ans.

Er hann sagður vera í hópi nokk­urra annarra ein­stak­linga sem reynt hafa að hagn­ast á elds­voðanum.

Sak­sókn­ar­inn Kate Mul­hol­land sagði Gamoota hafa skipu­lagt svik sín m.a. með því að nota leit­ar­orðinn „Gren­fell Tower-svik“ á leit­ar­vél­um á net­inu. Þar kynnti hann sér m.a. blaðagrein­ar um eitt fórn­ar­lambanna og notaði síðan nafn þess og per­sónu­upp­lýs­ing­ar til að gera kröf­ur sín­ar trú­verðugri

Hann var hand­tek­inn í októ­ber, en áður hafði hann látið sig hverfa þegar yf­ir­völd tóku að sýna tor­tryggni í hans garð.

Mul­hol­land sagði dóm­stóln­um að Gamoota byggi í raun með móður sinni í Croydon, sem er fjarri brunastaðnum.

Í fe­brú­ar á þessu árið var Anh Nhu Nguyen, sem hef­ur fjölda svika­dóma á bak­inu, dæmd­ur í 21 mánaðar fang­elsi fyr­ir að halda því rang­lega fram að fjöl­skylda hans hefði far­ist í brun­an­um og fara fram á bæt­ur vegna dauða henn­ar.

Þá voru þau Elaine Douglas og Tommy Brooks fund­in sek í síðustu viku um að hafa svikið út and­virði tugþúsunda punda í hót­el­kostnað og fjár­hags­stuðning vegna brun­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert