Reiði og sorg ríki vegna Grenfell brunans

Reistur hefur verið veggur til minningar um þá 71 íbúa …
Reistur hefur verið veggur til minningar um þá 71 íbúa sem létust í brunanum. AFP

Reiði og óþol­in­mæði fyr­ir rétt­læti í bland við ein­skæra sorg eru þær til­finn­ing­ar sem sækja á íbúa Bret­lands þegar þeir minn­ast brun­ans sem varð í Gren­fell turni fyr­ir réttu ári síðan, aðfar­arnótt  14. júní 2017. Brun­inn er sá mann­skæðasti í land­inu frá seinni heims­styrj­öld.

Marg­ir íbú­ar hverf­is­ins í Vest­ur-London, þar sem brun­inn varð og 71 týndu lífi, hafa kvaðst svekkt­ir gagn­vart stjórn­mála­mönn­um og slökkviliðsmönn­um í aðdrag­anda minn­ing­ar­at­hafn­ar sem blásið verður til á morg­un.

Vilja hand­tök­ur í fram­haldi af rann­sókn

„Ég skil ekki hvers vegna við sem land erum ekki með há­reysti. Hvers vegna við segj­um rík­is­stjórn­inni ekki af­drátt­ar­laust að breyt­inga sé þörf,“ seg­ir Tasha Bra­de, íbúi hverf­is­ins og bar­áttu­kona hóps­ins „Rétt­læti fyr­ir Gren­fell“ (e. Justice4Gren­fell), stuðnings­hóps fyr­ir þá sem lifðu af brun­ann.

Meðlim­ir hóps­ins hafa talað fyr­ir því að hand­tök­ur fari fram í fram­haldi af rann­sókn sem hef­ur staðið yfir vegna brun­ans, auk þess banns sem lagt var á klæðning­ar sem juku út­breiðslu elds­ins.

Þau hafa jafn­framt gagn­rýnt fyr­ir­mæli slökkviliðsins til þeirra sem lentu í brun­an­um um að halda kyrru fyr­ir í íbúðat­urn­in­um í tvær klukku­stund­ir eft­ir upp­tök elds­ins. Þá hafi gengið hægt að finna íbú­um annað hús­næði sem hafi aukið á reiðina, en 43 íbú­ar af þeim 203 sem misstu hús­næði sitt búa enn á hót­eli.

Grenfell-turninn.
Gren­fell-turn­inn. AFP

Þeir sem lifðu af þjá­ist af áfall­a­streiturösk­un

„Fólk sem veikt­ist í kjöl­farið hef­ur ekki fengið viðeig­andi heilsu- og vel­ferðarþjón­ustu,“ seg­ir Vassiliki Stavr­ou-Lorraine, sem hef­ur búið til móts við turn­inn í 34 ár. Hún bæt­ir við: „Því miður lif­um við við þess­ar aðstæður, nú ári síðar“ og seg­ir hún að fólk þjá­ist af þung­lyndi og áfall­a­streiturösk­un.

Aðstand­end­ur hinna látnu lögðu ný­verið fram vitn­is­b­urð á hjart­næm­an hátt um síðustu and­ar­tök ást­vina sinna. Vitn­is­b­urður­inn var lagður fram í upp­hafi op­in­berr­ar út­tekt­ar sem gerð var vegna brun­ans, sem var til þess fall­in að minna Breta á hræðilegt um­fang harm­leiks­ins.

Eld­ur­inn, sem átti upp­tök sín í eld­húsi á fjórðu hæð íbúðahúss­ins, breidd­ist hratt um all­ar 24 hæðir bygg­ing­ar­inn­ar. Líkt og fyrr seg­ir týndu 71 lífi sínu í brun­an­um auk þess sem kona í bygg­ing­unni átti síðar and­vana barn og voru or­sak­ir þess rakt­ar til brun­ans.

Klæðning­in stóðst ekki regl­ur

Húsið, sem byggt var úr stein­steypu árið 1974, hafði verið end­ur­nýjað árin 2014 og 2016 og þá sett ný klæðning í húsið. Efnið í klæðning­unni hafði ekki verið eld­varn­ar­prófað og stóðst ekki bygg­ingarör­ygg­is­regl­ur, sam­kvæmt mati sér­fræðings sem kvadd­ur var til við rann­sókn­ina.

Slökkvilið London sagði íbú­um að halda kyrru fyr­ir í íbúðum sín­um í næst­um tvær klukku­stund­ir þrátt fyr­ir að að eld­ur­inn hafi náð um alla bygg­ing­una á inn­an við hálfri klukku­stund. Þau fyr­ir­mæli hafa verið harðlega gagn­rýnd af aðstand­end­um hinna látnu.

Skild­ir eft­ir til þess að deyja

„Staðreynd­in er sú að aðstand­enda okk­ar er minnst núna vegna þess að þeir voru skild­ir eft­ir til þess að deyja,“ seg­ir Karim Mussil­hy, sem missti frænda sinn sem bjó á efstu hæð íbúðat­urns­ins, í brun­an­um.

Kerry O‘Hara, sem lifði af brun­ann, sagði í sam­tali við AFP: „Ég er glöð að ég fylgdi ekki fyr­ir­mæl­un­um og þori ekki að ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði haldið kyrru fyr­ir“.

Íbúar á svæðinu hafa nú tekið sig sam­an og hjálpað við opn­un viðkomu­stöðvar, sem býður m.a. upp á  heilsu- og íbúðaráðgjöf auk mat­ar og drykkj­ar. Marg­ar minn­ing­ar­at­hafn­ir verða í Vest­ur-London í vik­unni og mun íbúa­hóp­ur­inn loka götu í hverf­inu og halda þar minn­ing­ar­vöku á miðviku­dags­kvöld.

Hluti þeirra íbúa sem létust í brunanum.
Hluti þeirra íbúa sem lét­ust í brun­an­um. AFP

Yf­ir­völd sætt harðri gagn­rýni

Borg­ar­ráð Kengs­ingt­on og Chel­sea, þar sem Gren­fellt­urn er staðsett­ur, hafa verið í kast­ljós­inu vegna viðbragða sinna í aðdrag­anda og í kjöl­far brun­ans. Íbú­arn­ir færa rök fyr­ir því að þess­ar vel stæðu borg­ir hafi van­rækt efnam­inni hverf­in við og um­hverf­is Gren­fell íbúðat­urn­inn. Þeir saka yf­ir­völd einnig um að hafa skorið niður kostnað í upp­bygg­ingu hverf­is­ins.

Talsmaður borg­ar­ráðsins seg­ir það hafa varið 235 millj­ón­um sterl­ings­punda í að tryggja að íbú­arn­ir hafi ný heim­ili til að velja úr um.  Eins hef­ur for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Th­eresa May, sætt gagn­rýni, m.a. fyr­ir hik rík­is­stjórn­ar­inn­ar við að banna klæðning­una eft­ir að út­gef­in skýrsla leiddi í ljós að aðeins rétt klæðning hefði ekki ein getað komið í veg fyr­ir að slík­ur harm­leik­ur end­ur­tæki sig.  

Á mánu­dag baðst May form­lega af­sök­un­ar fyr­ir að hafa aðeins hitt meðlimi bráðaþjón­ust­unn­ar en ekki íbúa húss­ins þegar hún heim­sótti íbúðat­urn­inn í júní í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert