Mannréttindadómstóllinn hafnar Breivik

Anders Behring Breivik hefur breytt nafni sínu í Fjotolf Hansen. …
Anders Behring Breivik hefur breytt nafni sínu í Fjotolf Hansen. Hann hefur aldrei iðrast gjörða sinna. AFP

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafnaði í dag kvört­un norska víga­manns­ins And­ers Behring Brei­vik um að taka fyr­ir mál hans. Brei­vik fór með mál sitt gegn norska rík­inu til dóm­stóls­ins þar sem hann tel­ur aðstæður í fang­els­inu þar sem hann afplán­ar ómannúðleg­ar.

Brei­vik afplán­ar 21 árs fang­els­is­dóm fyr­ir að hafa myrt 77 manns í júlí 2011, flest fórn­ar­lamba hans voru ung­menni í sum­ar­búðum ungliðahreyf­ing­ar Verka­manna­flokks­ins en Brei­vik er öfgamaður. Dóm­ur­inn var kveðinn upp með viðbótar­úr­ræðinu varðveislu (n. for­var­ing) sem tákn­ar að dóm­ari get­ur fram­lengt fang­els­is­dvöl­ina að 21 árs lág­marks­tím­an­um liðnum. Brei­vik gæti því setið inni það sem hann á eft­ir ólifað en varðveislu­úr­ræðið var tekið upp í norsk hegn­ing­ar­lög þegar lífstíðarfang­elsi var af­numið á sín­um tíma.

Frétt Af­ten­posten

 

Í frétta­til­kynn­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins kem­ur fram að Brei­vik hafi lagt fram kvört­un sína til dóm­stóls­ins und­ir nýju nafni, Fjotolf Han­sen. Ákvörðun þriggja dóm­ara dóm­stóls­ins sé end­an­leg, kvört­un­in verði ekki tek­in fyr­ir þar sem hún sé ótæk.

Brei­vik var dæmd­ur í ág­úst 2012 fyr­ir að hafa drepið 77 og sært 42, flesta í sum­ar­búðum í Útey en einnig nokkra með bíl­sprengju í miðborg Ósló­ar í júlí 2011. 

Hann áfrýjaði dómn­um, einkum vegna þess að hon­um var haldið fjarri öðrum föng­um. Hæstirétt­ur Nor­egs komst að þeirri niður­stöðu að ekki hafi verið brotið á rétt­ind­um hans sam­kvæmt þriðju grein Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu né held­ur átt­undu grein sátt­mál­ans. Er það niðurstaða Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins eft­ir að hafa rann­sakað málið að ekk­ert bendi til þess að brotið hafi verið á mann­rétt­ind­um fang­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert