Fríverslunarviðræður ESB og BNA á ný?

Trump ræddi meðal annars stöðu viðskipta milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna …
Trump ræddi meðal annars stöðu viðskipta milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna á blaðamannafundinum í dag. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, gaf í skyn á blaðamanna­fundi í Brus­sel í dag að fríversl­un­ar­viðræður milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna gætu farið af stað á nýj­an leik, en þær strönduðu 2016. Hann sagði einnig að til stæði að funda með for­ystu­mönn­um Evr­ópu­sam­bands­ins í næstu viku.

„Okk­ar bænd­ur hafa sætt ósann­gjarnri meðhöndl­un, það hef­ur verið lokað á þá af Evr­ópu­sam­band­inu,“ var meðal þess sem kom fram í máli Trump í dag. Hann hyggst ræða viðskipti milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna á fund­in­um í næstu viku og seg­ist vongóður um að hægt verði að bæta úr stöðunni.

Orð Trumps benda til þess að viðræður Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna um fríversl­un­ar­samn­ing milli þeirra, þekkt sem TTIP, hafi strandað 2016 meðal ann­ars á frjálsu flæði land­búnaðar­vara og hann vilji hefja viðræður á ný.

For­set­inn sagði meðal ann­ars að hann telji að á lík­legt að á end­an­um munu að Banda­rík­in njóta „sann­gjarn­ari“ skil­yrði fyr­ir viðskipti við Evr­ópu­sam­bandið.

Viðræður stóðu í þrjú ár

Þegar viðræður hóf­ust 2013 voru vís­bend­ing­ar um að ekki  ríkti ein­hug­ur meðal aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins um hversu víðtækt nýr viðskipta­samn­ing­ur ætti að vera. Þá vildu Þjóðverj­ar að fríversl­un­ar­samn­ing­ur við Banda­rík­in myndi hafa víða skír­skot­un á meðan Frakk­ar og ríki í suður­hluta Evr­ópu að ýms­ir vöru­flokk­ar yrðu und­an­skild­ir, svo sem land­búnaðar­vör­ur.

Það var ekki fyrr en í ág­úst 2016 sem frétt­ir fóru að ber­ast um að TTIP-viðræðurn­ar hefðu mistek­ist. Þá sagði Sig­mar Gabriel, þáver­andi efna­hags­málaráðherra Þýska­lands, að öll von um samn­ing væri úti og að eng­inn hafi viljað viður­kenna það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert